Unga Ísland - 01.02.1938, Page 18

Unga Ísland - 01.02.1938, Page 18
28 VNGA ÍSLAND »Nei, nei«, sagði gesturinn, »ég hef aldrei smakkað svona góðar kökur. Þú ættir að kenna mér að búa þær til.« »Það skal ég gera,« sagði litla frúin og stóð upp um leið til að hella aftur í bollann hjá gestinum. »Nei, þakka þér fyrir, góða frú,« sagði gesturinn. »Ég er orðin svo mett, að ég get alls ekki drukkið meira.« Það var líka gott fyrir litlu hús- móðurina, því að hún varð að eta og drekka fyrir gestinn sinn. Hún varð auðvitað líka að tala fyrir hann, því að brúðan, hún Lísa, get- ur hvorki etið, drukkið né talað. Hún opnar aldrei munninn. Betur svarað en spurt var. Presturinn: ,,Ég skal gefa þér app- elsínu, ef þú getur sagt mér hvar guS er“. Óli: ,,Og ég skal gefa þér tvær app- elsínur ef þú getur sagt mér hvar hann er ekki“. UNGA ÍSLAND Eign RautSa Kross íslands. Kemur út I 1G siSu heftum, 10 sinnum á. árl. 10. heftiS er vandaS jölahefti. Skilvisir kaupendur fá auk þess Almanak skölabarna. VerS blaSsins er aSeins kr. 2,50 árg. Gjalddagi blaSsins er 1. april. Ritstjórn annast: Arngrímior Kristjánsson og Kristín Thoroddsen. AfgreiSslu og innheimtu blaSsins annast skrifstofa RauSa Ivrossins, Hafnarstræti 5, herbergi 1G—17 (MjólkurféíagshúsiS). Sltrif- stofutimi kl. 10—12 og 2—4. Póstbox 927. PrentaS 1 ísafoldarprentsmiS ju.__ Hestanöfn: Stjarni, Fákur, Skarfur, Skjóni, Skjöldur, Prati, Drífa, Mjóni, Máni, Rauður, Gormur, Glúmur, Glói, Baldur, Hrollur, Skúmur. Kúanöfn: Krossa, Hyrna, Bauga, Branda, Bára, Lukka, Hálsa, Randa, Kola, Gríma, Gæfa, Alda, Grýla, Héla, Dimma, Skjalda. Kindanöfn: Botna, Hyrna, Hálsa, Lúpa, Hatta, Spíka, Laufa, Rjúpa, Dyrgja, Golsa, Surtla, Svört, Sóley, Flekka, Mjóna, Björt. Hundanöfn: Valur, Trampi, Porri, Píla, Púki, Kópur, Fulla, Díla, Tryggur, Bangsi, Týrus, Hringur, Títla, Karó, Smali, Slyngur. Skuggi.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.