Unga Ísland - 01.05.1938, Page 15

Unga Ísland - 01.05.1938, Page 15
UNGA ÍSLAND fór að rigna og skíðafærið að versna, og fórum við þá inn að spila á spil og vantaði ekki hugann til að græða, en ekki var gróðinn jafnmikill hjá öllum, þegar hætt var. Svo fór að minnka rign- ingin á ný og þá var sjálfsagt að fara á skíði, en snjórinn var orðinn meir og ósleipur, en ég reyndi samt að stökkva, en það tókst nú ekki vel, ég hálf-datt og braut annað skíðið á þeim stað, sem fyr getur um í draumnum, og varð nú að fara heim aftur við svo búið, og var skíðahlaupinu lokið þann daginn. Fór ég nú að þakka fyrir mig og kveðja og hugsa til heimferðar. Það var farið að rökkva, þegar ég fór, og orðið dimmt, þegar ég kom heim aftur. En ég fann ekkert til myrkfælni, þó að ég sé myrkfælinn að eðlisfari, því að ég var að hugsa um ófarir mínar og brotna skíðið mitt. En þegar ég kom heim og var búinn að heilsa, þá var ég fljótur að segja, að draumurinn væri kominn fram, því að ég hefði brotið annað skíðið fyrir aftan miðju. Ég er þó strax farinn að hlakka til að renna mér á skíðum og hitta skóla- bræður mína að vetri. Hilmar Tómasson, 10 ára. Frænka: Jæja, svo þið eruð farin að læra reikning í skólanum. Ef eg segi þér hvenær eg er fædd, getur þú þá reiknað út hvað eg er gömul? Ólöf: Nei, frænka, við erum ekki farin að reikna út með svo háum t.ölum ennþá. f3 Pjálfun huga og handar. III. (Svör á öftustu síðu). I. Kaupmaður nokkur sagði einum búð- arþjóna sinna að vigta upp úr 50 kg. hveitisekk í y2 kg. poka. En búðarþjónn- inn, sem var mjög hirðulaus, setti 1% pund í hvern poka. Hve marga poka fékk hann úr 50 kg. ? II. Iiver er samtala talnanna 1—7 að þeim báðum meðtöldum? III. Leggið saman 1040 og 1040, leggið þar við 10, og enn þar við 10. — Leggið þetta saman í huganum og lestu síðan svarið á öftustu síðu og vittu hvort þú hefur reiknað rétt. IV. Kona nokkur átti 30 pör af sokkum, 15 pör af ljósbrúnum og 15 pör af dökk- brúnum. Sokkarnir komu allir samtímis úr þvotti, og voru hengdir tíl þerris upp á háaloft. Um kvöldið ætlaði konan út og bað stúlkuna að sækja eitt par upp á loftið, það gilti einu hvorn litinn hún kom með. Þegar stúlkan kom upp, var myrkur á loftinu og hún gat ekki kveikt. Hvað þurfti hún að taka niður marga sokka, til að vera viss um, að hún hefði eitt par í sama lit? V. Karlmannanöfn: xrxi, xrxsxjxn, Áxmxnxux, xgxsx, Mxgxúx, Gxixmxnxux, xóxaxn, Exnxr, Jxnxuxdxr, xaxox, xíxlx, Hxóxuxdxr.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.