Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 6
78 UNGA ÍSLAND Hvers vegna er líkam- inn lieitur? Þið hafið kannske aldrei veitt því eftirtekt, að kroppurinn ykkar er heit- ur. Ef svo er, þá þurfið þið aðeins að þreyfa á sjálfum ykkur innanklæða og þá sannfærist þið um að svo sé. Mörg ykkar hafið líklega einhvern tíma tekið á silung, þyrsklingi eða þorski og þá fundið að fiskurinn er kaldur. Það er látinn maður líka, en lifandi maður hef- ir eðlilegan líkamshita, kringum 37° C. Þið getið hæglega gengið úr skugga um að svo sé, með því að mæla líkamshit- ann. Sjálfsagt vitið þið öll hvernig far- ið er að því að mæla hann, þið hafið víst oft verið mæld, ef þið hafið verið lasin. Ef þið viljið skilja hvaðan þessi lík- amshiti stafar, þá skuluð þið bara at- huga kerti. Kveikurinn brennur með skýru ljósi, ef borin er logandi eldspýta að honum. Það er vegna þess, að í hon- um og á er fita, sem bráðnar og logar. Ef þið hvolfið glasi eða krukku yfir kertið, slokknar á því, vegna þess, að loft kemst ekki að því. En án lofts getur ekkert brunnið. 1 loftinu er efni, sem súrefni kallast, en það er nauðsynlegt við brunann. Vegna þess er það, að oft er hægt að slökkva smá-íkveikjur með því að breiða teppi eða poka yfir log- ann, hann kafnar þá af súrefnisvöntun. Þá má líka örfa eld með því, að blása í glæðurnar, það er að segja, að gefa hon- um meira súrefni. Allt þetta þekkið þið vel úr daglega lífinu. Logandi eldur og brennandi glæður gefa frá sér hita. En hiti getur líka myndast á anann hátt. Öll sveitabörn vita, að ef maður setur illa þurt hey í stóra bólstra, þá hitnar í heyinu, en þó kviknar ekki eldur í því nema hit- inn verði all hár. Á svipaðan hátt mynd- ast í líkama okkar hiti, sem þó aldrei nær svo háu stigi, að eldur kvikni af. Hitagjafinn, eða eldiviðurinn, er matur- inn, sem við borðum. Við sjúgum hann inn í líkamann gegnum meltinguna, eins og kertiskveikurinn sýgur í sig fit- una. Þó er sá mikli munur á, að jafn- skjótt og fita kertisins er eydd, slokkn- ar á kertinu, það er útbrunnið. En mannslíkaminn getur haldið í sér hita og lífi í marga daga, þó að hann fái enga fæðu, svelti. Hann brennir þá af birgð- um sínum, líkamsfitunni. En það eitt að eta mat, er ekki nóg, við verðum líka, eins og kertaljósið, að hafa súrefni til að framleiða hita okk- ar. Það fáum við með því, að anda, og það gerum við alveg ósjálfrátt og óaf- vitandi. Við getum haldið niður í okkur andanum fáein augnablik í senn, en aldrei til lengdar. Af þessu verður ljóst, að þýðingarmeira er fyrir okkur, að anda en éta — þó við skiljanlega getum án hvorugs verið til lengdar. — En þó að mönnum sé vel ljós nauðsyn á góðu, nýju lofti, þá virðast þeir þó ekki taka mikið tillit til þess. Mikil vinna er lögð í það, að framreiða góðan mat og orð haft á því ef hann er ekki bragðgóður. Sumir meira að segja eta alls ekki vegna þess eins, að nauðsynlegt sé að borða til þess að viðhalda lífinu, heldur líka og kannske frekar sökum ánægju þeirr- ar, er þeir hafa af að borða það sem þeim þykir gott, eins og til dæmis krakkar, sem eta sælgæti, þegar þau geta því við komið. En hversu margir hirða um hvernig loftið er, sem þeir anda að sér, sem að- gæta, að það sé hreint og hollt ? Þeir eru miklu, miklu færri. — En hvernig á að

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.