Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 18
90 UNGA ÍSLAND LESKAFLAR FYRIR LITLU BORNIN Æfintýrl Helgu fögru Eftir Bjarna Btarnason. Framh. „Þá á ég miðann“, sagði Dóri. Dísa tók miða af eldspýtna- bréfi úr vasa sínum og rétti Dóra. „Hér er farseðillinn“, sagði hún. „Já, auðvitað“, sagði Dísa, „og nú skulum við leggja af stað“. Helga, fagra steig síðan upp í bílinn og ók út að tjörn. En nú var tjörnin stórt haf og skipið hans Dóra beið ferðbúið á höfninni. „Það er nokkuð hvasst og vont í sjóinn“, sagði Dóri. „Helga verð- ur líklega sjóveik“. „Það gerir ekkert til“, sagði Dísa, „fyrst hún tollir ekki heima, en ég er ósköp hrædd um að hún fari í sjóinn“. „Vertu óhrædd“, sagði Dóri, „skipið er traust og skipstjórinn ágætur“. Dóri tók snæri úr vasa sínum og batt brúðuna við siglu- tréð. „Nú er henni óhætt, hvað sem á gengur“. Dísa kvaddi brúðuna sína og skipið lagði frá landi. Dóri og Dísa veifuðu til hennar og óskuðu henni góðrar ferðar. „Henni verð- ur kalt, aumingjanum, að sitja svona uppi á þilfari alla leið“, sagði Dísa. „Hún gerir það ekki nema meðan hún sér þig“, sagði Dóri. Það eru stórir salir niðri í skipinu. Þar getur hún setið í mjúkum stól og hlustað á útvarp“. f sama bili kom vindhviða, sem hvolfdi skipinu. Kjölurinn sneri upp. „Ó, ó!“ æpti Dísa. „Nú drukknar brúðan mín og fíni kjóllinn henn- ar verður rennvotur“. Dísa var alveg ráðalaus. Hún fór að gráta,. En Dóri sagði: „Vertu nú ekki að skæla. Hlauptu heldur heim og fáðu hrífu hjá henni mömmu þinni. Hún er að raka yfir garðinn fyrir framan bæinn. Svo getum við krækt í bátinn og brúðuna. — Vertu nú fljót“! Dísa. lét ekki segja sér það tvisvar. Hún hljóp heim eins og fætur toguðu. Dóri kastaði stein- um út í tjörnina, á meðan Dísa var burtu. En bátinn rak alltaf lengra, og lengra út á tjörn, og þegar Dísa kom með hrífuna, var engin leið að krækja í hann. Dísa horfði tárvotum augum út á hafið. „Hún er drukknuð. Ég sé hana aldrei framar“. Hún var

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.