Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 14
86 ,UNGA tSLAND spyrja þá spjörunum úr. Ulrik hafði orð fyrir þeim, og sagði allt eins og það hafði gengið til. En það var ekki að sjá, að bóndinn tæki frásögu hans meira en svo trúanlega, því að hann hristi efa- blandinn höfuðið, og konan sagði hrein- skilnislega, að slíku mætti hver trúa fyrir sér, sem vildi, en hún tryði því « vitanlega ekki. Niels og Henning tóku undir með Ulrik og sóru og sárt við lögðu, að hann hefði skýrt rétt frá öllu. Það var ekki laust við að Ulrik væri móðgaður af vantrú hjónanna. En svo minntist hann þess, að þau höfðu þó bjargað lífi hans, svo að honum rann reiðin. „Jæja, látum svo vera,“ sagði bónd- inn. „En nú verðið þið samt sem áður að hugsa til ferðar áfram, því að við getum ekki hýst ykkur lengi. Ef þið aitlið til Noregs, þá er bezt fyrir ykkur að fara til Fladstrand, þar hittið þið ef til vill landa.“ „Er langt til Flad- s1rand?“ „Ja, einar þrjár til fjórar míl- ur,“ svaraði bóndinn. En drengirnir komust ekki til Flad- sti’and, hvorki þann dag né næstu daga. Erfiðleikar gærdagsins og sérstaklega næturdvölin á heiðinni hafði í för með sér alvarlegar afleiðingar. Þeir gátu ekki staðið á fótunum vegna svima, þeir voru með mikinn sótthita — þeir voru veikir. Það var því ekki um annað að gera, en að liggja, þar sem þeir voru komn- ir — og brátt féllu þeir í óráðskennt mók. Öðiu hvoru risu þeir upp í óráðinu og sáu ýmsar ofsjónir. Stundum rausuðu þeir heilmikið um hina „viðurstyggilegu Skovsöbræður,“ stundum voru þeir æðstu foringjar fyrir herskipaflota, er jafnaði um gúlana á Englendingum, og stundum æptu þeir, eins og verið væri að sálga þeim. Meðan þeir voru veikir, hjúkruðu hjónin þeim eftir beztu föngum. Þau létu drengina liggja í rúminu en bjuggu um sig í hálmbæli á gólfinu. Sín á milli ræddu þau stöðugt um þessa dularfullu gesti sína — hvernig á þeim stæði í raun og veru. Niels Tind, bóndinn, hélt að þeir hefðu gerst sekir um einhver afbrot og flúið burtu um nóttina. En konan, sem var mjög hjá- trúuð, hallaðist að þeirri skoðun, að hér hlyti að vera um fjölkynngi eða ein- hverja töfra að ræða — og bæði voru þau allt annað en hamingjusöm yfir þessum óboðnu gestum. Það var ómögu- legt að segja um, hvað fylgt gæti slík- um snáðum, og hvað þeim dytti í hug að gera. Það var því ákveðið, að strax og þeir voru nógu frískir til að halda áfram, skyldu þeir fara. Konan hafði tjaslað saman handa þeim einhverjum tuskum til að vera í, úr gömlum fötum af þeim hjónunum, því að henni virtist ómögu- legt að láta þá fara jafn nakta og þeir komu. Það var skiljanlega ekki fallegur klæðnaður, sem konan hafði tjaslað sam- an úr ýmiskonar mislitum tuskum, þunnum og þykkum. Það var líka rangt að halda því fram, að fötin hafi farið vel — þau voru ekki saumuð eftir máli. Það var því engin furða, þótt þeir litu skringilega út, er þeir voru ferðbúnir. Það var bæði grátlegt og kátlegt í senn. En þessir þrír litlu leppalúðar — vin- irnir þrír — voru ánægðir og þakklátir fvrir alla aðhlynninguna og fötin. Þeir þökkuðu hjáleiguhjónunum fyrir allt,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.