Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 87 sem þau höfðu látið þeim í té, og lofuðu að biðja foreldra sína, er þeir kæmu heim til Noregs, að launa þeim það sem best. Niels Find sagði þeim svo nákvæmlega til vegar — og því næst kvöddu litlu leppalúðarnir hrærðum huga og héldu af stað áleiðis til Fladstrand. Hjónin stóðu fyrir utan kofann sinn og veifuðu þeim í kveðjuskyni. „Guð veri lofaður!" sagði Birtha, þeg- ar þeir voru kofnnir spölkorn burtu. „Þetta var mjög einkennilegt!" sagði Niels Find og hristi höfuðið. Leiðir skilja. Hinir þrír vinir voru aftur á ferða- lagi — aftur á leið út í hina víðu ver- öld — og farartæki þeirra \ ar þeirra eigin fætur. En þetta ferðalag var ekki í líkingu við hið fyrra. Nú voru þeir vonglaðir og höfðu að ákveðnu marki að sækja. Þeir voru léttir í sinni og í hug þeirra ríkti öryggi og bjartar vonir — vonir um að komast aftur heim — heim til pabba og mömmu. Þeir höfðu svo oft heyrt, að sjómenn að heiman færu til Fladstrand eftir korni. Þeir hlytu því að hitta landa, er þeir kæmu til bæjarins, og þá varð að sjálfsögðu auðvelt að komast heim með þeim. „Verið hugrakkir, félagar! Nú erum við á leið heim,“ sagði Ulrik Lóve, sem var sjálfkjörinn foringi þeirra. Og svo stikuðu þeir eftir bestu getu. Vegurinn frá kofa Nils Find var send- inn og slæmur, eiginlega ekki annað en götuslóði eða troðningur. Það var mjög þreytandi fyrir þá að ganga í mjúkum sandinum, og þeir fengu einnig fljótlega að þreifa á því, að þeir voru nýstignir á fætur eftir þung veikindi. Þeir voru ekki komnir nema hálfa mílu vegar, þegar þeim varð ljóst, að kraftarnir myndu naumast endast þessa löngu leið. En hugsunin heim veitti þeim nýja djörf- ung og nýjan þrótt. Mýrar og lyngmóa — lyngmóa og mýrar — annað sáu þeir ekki. Aðeins öðruhvoru komu þeir auga á einstök hús eða hálffallin hreysi, með veggi úr torfi og lyng á þakinu. Einstaka sinnum fóru þeir framhjá fjárkofum, sem gætt var af litlum strákhnokkum með bera fætur. En þegar þeir komu auga á vin- ina þrjá, hörfuðu þeir í hæfilega fjar- lægð og störðu svo á þá eins og naut á nývirki. Þeir hefðu varla sýnt meiri undrun þótt þeim hefði birst opinberun frá öðrum heimi. Þeir voru sennilega ekki vanir að sjá svo marga saman á þessum slóðum! Og það má ekki gleym- ast, að söguhetjurnar okkar litu allein- kennilega út í búningunum, sem hjá- leiguhjónin gáfu þeim. Síðar um daginn mættu þeir greindar- legum og fjörlegum hjarðsveini, sem sneiddi ekki hjá þeim, þótt hann væri sýnilega mjög undrandi, er hann sá þessa ferðalanga. Hann stóð kyrr á götunni og bauð þeim glaðlega góðan dag. „Iivaðan eruð þið?“ „Við erum frá Noregi og erum á leið heim,“ svaraði Ulrik. „Já, en þá eruð þið að villast. Þessi leið liggur ekki til Noregs, heldur til Fladstrand,“ sagði hjarðsveinninn. „Þá erum við einmitt á réttri leið,“ ansaði Ulrik, „því að við förum einmitt með skipi frá Fladstrand.“ „Já, það er allt annað mál og það veit ég ekkert um,“ svaraði hjarðsveinninn. „Er langt þangað ennþá?“ spurði Ul- rik. Frh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.