Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 16
88 UNGA ÍSLAND Ráðningar á felunafnavísum í Unga íslandi 5. hefti 1938, bls. 73 og 74. Karlmannanöfn: Árni, Kristján, Ásmundur, Agnar, Magnús, Geirmundur, Jóhann, Einar, Jörundur, Jakob, Gísli, Hrómundur. Garðar, Reynir, Guðmundur, Gunnar, Helgi, Sæmundur , Kjartan, Oddur, Kristmundur, Ketill, Haukur, Sigmundur. Kvenmannanöfn: Guörún, Anna, Guðríður, Guðbjörg, Helga, Sigríður, Þórunn, Ása, Þuríður, Þrúður, Lóa, Ástríður. Garðar Halldórsson, Hrísakoti. 13 ára. Roskin kennslukona kom einu sinni inn í veitingahús. Hún heilsaði kunnug- lega karlmanni, sem sat þar. Maðurinn varð fár við, því að hann þekkti kennslu- konuna ekkert, enda sér kennslukonan nú, að hún þekkir manninn ekki. „Fyrirgefið, herra minn, fyrirgefið. Mér sýndist þér vera faðir eins af börn- unum mínum,“ sagði kennslukonan, Hún: Þú mátt segja hvað þú vilt, Axel. En ég hefi aldrei gengið á eftir þér. Hann: Það er satt. Rottugildran gengur heldur ekki á eftir rottunni — samt veiðir hún hana. NÆSTA HEFTI, sem verður 7. hefti, kemur út í byrjun sept. n.k. — Athugið, að blaðið kemur ekki út sumarmánuðina júli og ágúst. Kvæði til Vesturborgar i. Þjóðsöngur Vesturborgar. í Vesturborg er barnaskjól og barnamatur góður, á meðan blessuð sumarsól þar signir vorsins gróður. Þar létt menn taka lífsins mein, sem leiki barns að stráum. Þar brosir gleðin björt og hrein. í barna augum smáum. II. Blómasöngur. Blómin fögru breiða út blöðin sín í dag. Ætli þau vilji ekki að við syngjum lag. Himinblær, hreinn og tær, hlýtt um garðinn ber, það er gott að vera blóm og vaxa hér. III. Sólskinssöngur. Er sólin skín á sæ og torg, er sungið hér í Vesturborg. Við syngjum hátt í heiðið blátt og hér er glatt og kátt. Vér lifum hér sem lítil blóm við ljós af hlýjum gleði óm. Ilér amar okkur engin sorg við elskum Vesturborg. Vorið 1936 birti U. í. myndir frá dag- heimilinu „Grænaborg" með grein um vor- og sumarnám barna. — „Vestur- borg“ er nýtt dagheimili í Reykjavík, sem starfar á vegum Barnavinafélags- ins Sumargjöf. — Ki’istín Sigfúsdóttir, skáldkona, sendi „Vesturborg" þessar vísur í vor.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.