Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 13
UNGA ISLAND 85 Mynd þessi er frá fimleika- sýningu Gagn- fræðaskólans í Reykjavík. Þrír vinir. Eftir Fr. Kittelsen. Henning var verst á sig kominn. Hann hafði rétt opnað augun, gefið frá sér nokkur óskiljanleg hljóð og síðan fallið í hálfgert dá aftur. Þau urðu því að bera hann eins og smábarn. Þegar Niels og Henning komu, svaf Ulrik svefni hinna réttlátu og vissi hvorki í þennan heim né annan. Bræð- urnir voru lagðir við hliðina á honum í hjónarúmið. Þeir fengu einnig heita mjólk að drekka, og síðan sofnuðu þeir. Síðari hluta dags vaknar Ulrik. Hann reis upp í rúminu og leit í kringum sig. Stofan var mjög fátækleg og léleg, og íbúðin var einungis þessi eina stofa. — Hvorugt hjónanna var inni. — Þeir voru aleinir. Hugurinn reikaði heim til pabba og mömmu — og hann fór að gráta. Hvenær skyldi hann aftur komast heim til foreldra sinna? Óvíst. — En hann varð að taka þessu karlmannlega. Og nú hafði hann þó þak yfir höfði sínu. Hann var kominn til manna, þótt þeir væru meðal þeirra allra fátækustu. Ef hann bara missti ekki kjarkinn, þá myndi allt enda vel, — en það var svo erfitt að vera rólegur undir þessum kringumstæðum------Tárin brutust aftur fram og runnu niður kinnarnar. Síðan ýtti hann við Níels og Henning, og eftir ítrekaðar tilraunir tókst honum loks að vekja þá, — en það leið góð stund, áður en þeir höfðu áttað sig til fulls. Sérstaklega átti Henning litli erf- itt með það. Hann botnaði ekkert í, hvar hann var staddur. En smám saman rifjaðist allt upp fyrir þeim, og þeir fóru að tala um framtíðina. Þeir voru allir kvíðandi. Ulrik líka, þótt hann reyndi að tala kjark í hina. Um hádegisbilið kom konan. Þegar hún sá að drengirnir voru vaknaðir, spurði hún strax, hvort þeir væru ekki svangir. Og þegar þeir játuðu því ein- um rómi, gekk hún að skáp í veggnum og tók fram brauð og smjör, sem hinir þrír vinir okkar fengu brátt að gæða sér á. Þeir blátt áfram gleyptu það í sig með græðgi — enda var langt liðið frá næstu máltíð á undan. Nú kom húsmóðirin líka og fór að

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.