Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 12
UNGA ISLAND Austurbæjarskólinn í Reykjavík er stærsta skólahús á landnu. Hann er byggður á árunum 1929 og 1930. 1 skólanum eru 25 almennar kennslustof- ur, tvær handavinnustofur, teiknistofa, náttúrufræðistofa, landafræðistofa, kennslueldhús fyrir matreiðslunám, kvikmyndasalur, leikfimisalur og sund- laug. Aulc þessa eru tvær vinnustofur fyrir lækni og hjúkrunarlconu, og stofa fyrir tannlækningar. Þar er og stofa með Ijósböðum fyrir börn — Skólinn er hitaður méð laugavatni. Við skólann starfa U2 fastir kennar- ar, auk slcólastjóra. — Síðastliðinn vet- ur dvöldu við nám í skólanum 175U börn. Myndin er tekin að vori til, og eru börnin að leikjum á neðra leiksvæði skólans. Fánavísur. Nú fánann upp skal hefja að hún, húrra, húrra, húrra. Hann blaktir yfir burst og brún, húrra, húrra húrra. 0g glöggt má liti greina þrjá, er greiðir vindur feld. Þeir tákna ljúfu loftin blá, en líka ís og eld. Að fjallabaki sígur sól, húrra, húrra, húrra. Þá fer ég út á Fánahól, húrra, húrra, húrra. Ég fána niður felli af stöng og fallega saman brýt. Ég honum færi heiðurssöng, og honum dýpst ég lýt. Jón Valdimarsson, kennari.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.