Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 20
92 UNGA tSLAND skinnið var samt of stórt. Það var í fellingum. Það var við vöxt, eins og nýju fötin, sem börnin fá, Eft- ir 10 diaga sást í augun á hvolp- unum. Táta varð aldrei vond, þó að Siggi tæki hvolpana upp til að skoða þá. Hann sagði félögum sínum frá þeim. Jói og Einar fóru einu sinni inn til Tátu. Hún kom þá urrandi á móti þeim og ætl- aði að bíta þá. Hún hefir verið hrædd um, að þeir ætluðu að taka hvolpana frá sér. Strákarnir flýttu sér út eins og fætur toguðu, og hljóðuðu hástöfum. Hvolparnir urðu kátir og fjör- ugir, þegar þeir stækkuðu. Þeir vildu alit af vera að leika sér. Þeir léku sér við mömrnu sína, Sigga, köttinn og hænsin. Þeir bitu í eyrun á mömmu sinni, en tennurnar voru svo litlar, að hún meiddi sig ekkert. Þeir bitu líka í skottið á henni, toguðu af öllum kröftum aftur á bak og urruðu. Þá þóttust þeir vera stórir og grimmir hundar. Siggi kom með band og lét hvolpana elta það. Þeir reyndu að toga það af honum. Þá sleppti Siggi. Hvolparnir ultu um koll, hringsnerust og flæktu sig í band- inu. Svo ætluðu þeir 'að draga það í burtu, en gekk það illa, því að þeir toguðu sitt í hverja áttina. Einu sinni komu gestir. Siggi UNGA ÍSLAND Eign RauSa Kross íslands. Kemur út I 16 síJSu heftum, 10 sinnum á ári. 10. heftitS er vandaB jölahefti. Skilvlsir kaupendur fá auk þess Almanak Ekólabarna. VerB blaSsins er aJSeins kr. 2,50 árg. Gjalddaffi blaðsins er 1. april. Ritstjörn annast: Amgrimur Kristjánsson og Kristín Thoroddsen. Afgreiöslu og innheimtu blatisins annast skrifstofa RauJSa Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 16—17 (MjólkurfélagshúsiB). Skrif- stofuttmi kl. 10—12 og 2—4. Pöstbox 927. _______PrentaJS 1 ísafoldarprentsmi JS ju._ spurði mömmu sína, hvort hann mætti sækja hvolpana og sýna gestunum þá. ;Hún leyfði það. Hann kom svo með þá alla inn í stofu. Einn hvolpurinn var kallað- ur Lubbi, af því að hann var mjög loðinn. Hann náði í eitt horn- ið á borðdúknum og fór undir eins að urra og toga. Bollarnir, sem gestirnir áttu að drekka úr, duttu niður á gólf og brotnuðu, en allir hvolpaimir voru reknir út, áður en þeir gerðu meiri skaða. Lubbi var ávítaður harðlega fyrir tiltæki sitt, en slapp við ^aðra refsingu. Greiðið blaðið ykkar. Gjalddagi blaðsins var 1. apríl. Skuldlausir kaupendur fá Almanak skólabarna 1939 um næstu áramót.. Aðalefni þess verður að þessu sinni leiðbeiningar um það, hvað börn og unglingar geta gert, til þess að fegra heimilið.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.