Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 9
UNGA ISLAND 81 hóglega liðaðist hann upp á við, hærra og hærra uns hann sameinaðist loftinu þarna einhversstaðar langt uppi. Þarna sáu þau hvernig áin liðaðist niður dalinn lengra og lengra niður eft- ir og á eyrunum meðfram ánni voru kýrnar á beit. Flekkóttar, rauðar, svart- ar og húfóttar kýr. Allt bar vott um hinn ljúfa frið hinnar íslensku sveitar. Þann frið, sem gerir hverja hugsun mannsins sér líka, vilji hann aðeins veita honum viðtöku. Aldrei langar manninn til að láta eitt- hvað gott af sér leiða og vera í sam- ræmi við fegurð lífsins, fremur en fyrir áhrif þess friðar. Og þarna upp í hlíðinni sátu þrjú börn, í lyngivaxinni brekku. í dag voru þau börn í þessum dal. En eftir nokkur ár? Hvað þá? Um það gat hlíðin ein sagt. Skúli: Þegar ég verð stór ætla ég að ganga alla leið á heimsenda. Bensi: Ég skal þora að veðja að þú kemst aldrei á heimsenda með því að ganga, því að þú lendir í sjónum, sem er allt í kringum jörðina. Skúli: Má ég þá eiga allt þitt dót, ef ég kemst það? Bensi: Já, þú mátt eiga allt mitt dót. Sigga: Þið eruð báðir svo litlir, en báðir svo stór flón. Það er ekki hægt að komast á heimsenda, því að jörðin er eins og bolti í laginu. Það er hægt að fara í kringum hana. Bensi: Já, en samt lendum við í sjón- um, ef við hefðum skip. Skúli: En ef engin skip væru nú til. Hvað þá? Sigga: Einu sinni áttu mennirnir engin skip. Bensi: Adam og Eva, ætli að þau hafi átt skip? Sigga: Nei, þau hafa náttúrlega ekki átt skip. Skúli: Hann hefur kannske kunnað að synda og hún hefur þó alltaf getað vaðið. Sigga: Vertu ekki að þessu bulli. — Annars er þetta alveg rétt; í fyrstu gátu mennirnir ekki komist yfir stærri vötn en þau, er þeir gátu vaðið eða synt yfir. En fyrstu skipin, sem mennirnir áttu, voru bara stór tré, sem þeir létu fljóta með sig og þeir ýttu þeim áfram með öðrum minni trjám. Bensi: En vildu þeir ekki detta af þeim ? Sigga: Jú, líklega, Þess vegna fóru þeir að hola trén að innan. Skúli: Það hafa verið voða, voða stór tré. Bensi: Það hafa verið ljót skip. Sigga: Þá fóru þeir líka að láta vind- inn hjálpa sér að ýta þeim áfram, með því að hafa segl. Skúli: En gátu þeir ekki róið þeim með árum? Sigga: Jú, svo fóru þeir að smíða stærri og stærri skip. Fyrst reru þeir þeim með árum og svo fóru þeir að hafa fleiri og stærri segl á þeim. Bensi: Ég hefi séð skip með seglum, sem var kallað „Skúta“. Skúli: Ég hefi ekki séð neitt skip. Sigga: ! fyrstu voru seglin þannig, að ekki var hægt að fara nema undan vind- inum, en svo eftir mörg þúsund ár fundu mennirnir upp þannig útbúnað, að hægt var líka að komast móti vindi. En vitið þið hvað bátarnir Eskimóanna á Grænlandi eru kallaðir? Bensi: Já, ég veit það, ég veit það. Ég hefi séð þá á bíó. Þeir heita kra-kra. Krakkar.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.