Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 8
32 STEFÁN JÓNSSON VINIR VORtSINS Framhald Óstjórnleg hræðsla greip hann. Hann bað guo ao hjálpa sér og ætlaöi ao hraða sér heim á leið, en þá sá hann dálítið, sem kom honum til að titra aí ótta. Máttinn dró úr fótleggjum hans, hann kiknaði í knjáhðunum, hjartaó hætti að slá og blóðið stöðvaðist í æö- um hans. Hvað sá hann? Hann sá huldumann. Og þetta var engin missýn- ing. Rétt þar fyrir neðan, sem hann stóð, kom maður upp með gilinu og hafði næstum komist alla leið til ökúla, an þess að hann yrði þess var. bkuia virtist hann hræðilega stór og hafa svart vangaskegg. Beiö hann nú ekki boðanna, en hljóp af stað heimleiðis næstum magnþrota af skelfingu. Leit um öxl. Jú, þarna stóð huldumaðurinn á holtinu þar sem Skúli hafði áður staðið. Skúli herti á sprettinum, en þremillinn! Huldumaðurinn fór einnig að hlaupa, og kallaði hástöfum: Skúli! Skúli! Bíddu drengur. En hann Skúli litli var ekki alveg á þeim buxunum, að láta fanga sig með svonalöguðu. Nú hljóp hann allt hvað af tók, en þótt hann ætti undan brekkunni að sækja, ásótti mæðin hann fljótt, vegna þeirr- ar geðshræringar, sem hann hafði komist í. Hann leit um öxl, og það var eins og hann hafði búist við: Huldu- maðurinn hafði heldur . dregið hann uppi á sprettinum. — Almáttugi guð, stundi Skúli, og byrjaði svo að lesa faðirvorið sitt, en ekki varð það til þess að létta honum ferðina. Hann heyrði stöðugt köll ----—---------- ÚNGA ÍÖLAND huldumannsins á eftir sér, og hoppaði nú og hentist undan brekkunni. Hver taug í líkama hans var stríðþanin og sálin í uppnámi. Jörðin dansaði fyrir sjónum hans og tárin streymdu niður kinnarnar án afláts og loks steyptist hann á höfuðið fram af háu barði nið- - ur í gljúpan skafl. Hans síðasta stund var komin. Hann æpti upp yfir sig. Það var hryllingslegt óp með heljarþunga ör- vita skelfingar að baki sér. En á barð- inu yfir honum stóð Bensi vinur hans rnóður og másandi. — Hvað eiga þessi hlaup og fífla- læti að þýða, drengur? gusaði hann fram úr sér. En Skúli Bjartmar æpti aldrei meira en nú. Gjörsamlega yfirnáttúrlegt ösk- ur, fannst Bensa, og stökk á hann þar sem hann var að brjótast fram úr skaflinum á höndurn og hnjám. — Hvað á þetta að þýða? Ertu orð- inn vitlaus? Skúli áttaði sig ekki nærri strax, en horfði bjánalega, tárvotum augunum á vin sinn. — Slepptu mér! Slepptu mér, hrópaði hann, en svo fór dálítil glæta af ljósi sannleikans að lýsa inn í sálina gegnum kolsvart myrkur ótt- ans. « t — Ert það þú, Bensi? stundi hann næstum hljómlaust. — Jú, það er ég. Hver hélstu að það væri? sagði Bensi talsvert þjösnalega. — Ég hélt — ég hélt ... Ó, hve ég ei feginn. — Já, hvað hélstu? — Ég hélt. Ó, góði Bensi minn, þú mátt ekki segja frá því. Góði Bensi minn, lofaðu mér því, mér verður strítt svo mikið, Bensi. Skúli hafði risið á fætur, hann titr-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.