Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 39 „Annast sendiferðir“. „Iivað langar þig helst til að gera?“ „Taka á móti peningum, sem ég á sjálfur“. „Hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðinn fullorðinn?" „Maður“. „Já, auðvitað. En hvaða stöðu ætlar þú að hafa“. „Helst sem minnsta“. „Iívernig stendur á því?“ „Ég vil helst geta setið sem mest, eins og til dæmis þér, á djúpum hæg- indastól“. „Ertu fjjótur að hlaupa?“ „Ég hleyp aldrei“. „Af hverju gerirðu það ekki?“ „Af því, að þegar mamma sér ein- hvern hlaupa, segir hún oftast, að þetta sé annað hvort sveitamaður eða að skollinn sé á hælunum á honum“. „Geturðu lesið?“ „I Grallaranum, Vídalínspostillu eða Péturshugvekjum ?“ „Ég á ekki við húslestur. Kanntu að að lesa hvað sem er?“ „Flest allt, nema lyfseðlana hans Tómasar læknis“. „En hvert er svo erindi þitt hingað?“ „Að kynnast yður“. „Og hvernig hefir það gengið?“ „Vel. Þér eruð þolinmóður, geðgóð- ur og skemmtilegur“. „Viltu vera sendill hjá mér ?“ „Já“. „Komdu þá hingað klukkan 10 í fyrra- málið“. „Þakka yður fyrir. Verið þér sæl- ir“. IJann reis úr sæti sínu, gekk liðlega að hurðinni, opnaði og hneigði sig um leið og hann fór. Nú hefir hann verið hjá mér tæpa viku og verð ég að við- Anna Hansen. U. I. birtir hér mynd af ungri söng- konu, sem hefir getið sér verðskuldað lof fyrir söng og hljóðfæraleik í barna- tímum útvarpsins í vetur. Þessi litla söngmær heitir Anna Han- sen og er enn aðeins 12 ára gömul. urkenna, að hann er sá liprasti snáði, sem ég nokkru sinni hefi haft. Eink- um dáist ég að því, hve vel honum tekst að fá greidda reikninga“. Gísli hafði nú iokið máli sínu. Ég þerraði svitann af andliti mínu, því að svo mikið hafði ég hlegið, að ég hafði svitnað. Skömmu síðar gekk ég heim. Þar endurtók ég frásögu Gísla fyrir konunni minni og krökkunum og þau hlógu svo mikið, að húsið virtist leika á reiðiskjálfi. Jón Kristjánsson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.