Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 18
42 Áfengis og tóbaksnautn Ég ætla bara að segja mitt álit um þetta efni. Ég las bók nýlega. Þar seg- ir maður sjálfur svo frá, að hann hafi verið í knattspyrnufélagi í Englandi, er hafi átt að keppa við frægasta knatt- spyrnufélag Skotlands. Þegar hann var að leggja af stað út á völlinn, þar sem kappleikurinn átti að fara fram, mætti hann vini sínum, sem bað hann að koma inn til sín og drekka með sér eitt glas af víni. Hann var tregur til þess, en kunningi hans sagði honum, að eitt glas hressti hann bara áður en hann færi í knattspyrnuna. Þá lét hann tilleiðast og drakk eitt glas og síðan fleiri. ■ Þegar hann kom út á völlinn varð hann hálf ringlaður og illt í höfði. Svo byrjaði fyrri hálfleikur, sem endaði þannig, að mótstöðumenn hans settu sex mörk móti engu. Þegar síðari hálfleikur átti að byrja, vildu samleiks menn hans reka hann svo hann fór. Seinna, þegar þeir voru að borða á gistihúsinu með skotsku knattspyrnumönnunum litu þeir horn- auga til hans. Þetta fréttist svo um allt landið og kom í dagblöðunum, svo hann fekk hvergi inni í neinu knattspyrnufé- lagi. Þessi saga er lengri, en þess gerist ekki þörf að segja hana hér. Af þessu má sjá, að eitt vínglas getur leitt til æfi- langrar ógæfu. Þessi maður varð svo að drykkjumanni. Ég tel áfengi og tóbak versta óvin íslenskrar æsku. Ef hún væri samhuga um að útrýma áfengi og tóbaki, þá sæist ekki sú hryllilega sjón, að menn lægju ósjálfbjarga og ölóðir út um alla haga umhverfis samkomustaði eða reykjandi inni á gistihúsum og veitinga- krám. Þá væru menn hraustari en þeir -------------- UNGA ÍSLAND eru nú. Ef öllum þeim peningum, sem varið er í vín og tóbak, væri varið til að styrkja fátæka, reisa skóla eða bæta úr atvinnuleysinu, þá væri þjóðin betur stödd en hún er nú. Ég hefi heyrt mann segja, að hann hafi byrjað að reykja af því að honum þótti mannalegt að slá öskunni úr vindlingnum. Nú reykir hann meira en hann hefir efni á, og getur ekki hætt, þó hann feginn vildi. Það eru mjög margir, sem byrja reykingar á þennan hátt, af því þeir halda að þeir verði við það meiri menn. En það er al- veg þvert á móti, það er sá mesti aum- ingjaskapur að láta leiðast út í það, sem skaðar mann mest, og svo líka það, að sá maður, sem reykir og drekkur, eyðir alltaf efnum sínum í óþarfa. Ég þekki dæmi til þess að maður reykir einn pakka á dag (20 vindlinga) og pakkinn kostar kr. 1,50. Ef hann reykir einn pakka á dag að jafnaði, þá eru það 657 kr. á ári. Hvort væri betra að kosta sig á héraðsskóla eða eyða því í vindlinga? Fyrir þessa upphæð mætti líka skóða flesta fegurstu staði landsins, og margt fleira þarflegt mætti við þá gera. Bjarni J. Júlíusson. Leirá (13 ára). Ungur þýskyr drengur óskar eftir að komast í samband við íslenskan dreng, með bréfaskriftum, af því hann langar til að kynnast Islandi og læra málið. Utanáskrift: Walter Leifer, Dringenberg, Port Brakel Land Þýskaland (Deutsland).

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.