Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.03.1939, Blaðsíða 14
38 unga ísland <3>niðugur nduttgi. „Nýi sendisveinnin þinn hefir sann- arlega munninn fyrir neðan nefið“, sagði ég fyrir skömmu við Gísla vin minn, þar sem við sátum makindalega inni á skrifstofu hans. „Hvar ætti hann annars að • hafa hann?“ svaraði Gísli brosandi. „Auk þess er hann ekki alveg nýr, því að eftir því sem mér skilst, er hann fullra 12 ára“. „Þú kannt alltaf að snúa laglega út úr fyrir mér“, sagði ég alvarlega og þóttist vera móðgaður. „Jæja. Til þess að bæta þér upp út- úrsnúninginn, skal ég segja þér, hvers vegna ég vildi þennan snáða fremur mörgum öðrum, sem sóttu um stöðuna. Ég sat hérna inni, önnum kafinn, þegar barið var að dyrum, nokkuð hranalegar en vant var. „Kom inn“, sagði ég. Aftur var barið og að þessu sinni mun fastar. „Kom inn“, sagði ég nokkru hærra en í fyrra skiptið. Enn var barið og það svo hraust- lega, að ég rauk á fætur og opnaði hurðina. Úti fyrir stóð skýrlegur dreng- snáði, snyrtilega klæddur, með húfuna á milli handanna. „Því kemur þú ekki inn, góði minn?“ sagði ég stillilega. „Ég var að vita, hvort þér eruð bráður“. „Nú. Komdu þá inn". „Ég get það ekki“. „Hvers vegna?“ „Af því að þér standið í dyrunum“. Ég vék mér frá. Hann gekk inn. Ég lokaði dyrunum. „Fáðu þér sæti, góði minn“, sagði ég vingjarnlega. „Hvar?“ „í þessum stól“, svaraði ég, benti honum á sætið og settist svo sjálfur við skrifborðið. „Ilvað heiturðu?“ „Sigurður stendur á skírnarvottorð- inu, en pabbi og mamma segja að ég heiti Sigvarður“. „Hvað ertu gamall?“ „12 ára, 1 mánaðar, 8 vikna og 5 daga“. „Hvað heitir faðir þinn?“ „Jónas“. „Hvar áttu heima?“ „Hjá pabba og mömmu“. „Já, en hvar eiga þau heima?“ „í stóra, rauða húsinu við hliðina á Tómasi lækni“. „Hvað gerir pabbi þinn?“ „Hann er blásari“. „Hvað áttu við með því?“ „Mamma segir, að fyrst hafi hann blásið burtu sínum eigum, síðan henn- ar og nú hefir hann víst bara lúður til að blása í“. „Ekki lifir hann á því. Á hverju lifir hann?“ „Á mat, auðvitað“. Ég hafði gaman af þessum svörum drengsins, því að ég varð þess strax var, að hann svaraði ekki þannig af heimsku eða vankunnáttu, heldur lá annað á bak við þessi kynlegu svör. Ég hélt því áfram að spyrja: „Hvað gerir þú?“ „Eins og þér sjáið, geri ég ekkert annað en að svara yður“. „En hvað hefir þú starfað?"

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.