Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 4
únga ísland n hann að „gefa“, og þá er gefið eftir uppi í bjarghælnum, og sigmaðurinn gengur hægt aftur á bak. Bjargið er svo hátt, að það heyrist ekki til sig- mannsins að neðan. En uppi á bjarg- inu, er maður, sem nefnist sjónbjargs- maður, og hann liggur þannig, að hann lætur efri búkinn iúta fram yfir bjargið. Sú snös, sem hann liggur á, nefnist sjónbjarg, því þar sjest alltaf til sigmanns. Þegar sigmaðurinn vill láta nema staðar, leggur hann hönd- ina á höfuðið. Þá kallar sjónbjargs- maðurinn: „Halda“. Þá er haldið ? kaðlana að ofan. — Ef hann vill láta halda áfram niður, slær hann út frá sér annari hendinni, og kallar þá sjón- bjargsmaðurinn: „Gefa“. Þá er gefið eftir uppi á bjarginu. Þegar sigmað- urinn er búinn að ná í eggin, og kom- inn niður í sigbotn, þá vill hann láta draga sig upp. Klappar hann þá þrisv- ar sinnum á festarnar fyrir framan sig, og kallar þá sjónbjargsmaðurinn: „Drag, drag, drag“. Þá draga menn- irnir, sem uppi eru á brúninni hann upp. Þeir þurfa að vera 8—10 sam- an. Nú er farið að nota hesta til hjálp- ar á björgin, svo það er mikill Ijettir fyrir mennina. Sigríður Frímannsdóttir, (12 ára). Ungur liðsforingi, sem hélt sér við efnið, vildi sannfæra borðdömu sína um nauðsyn hersins og innleiddi sam- talið á þessa leið: „Hafið þér hugsað út í það, ungfrú, að kvenþjóðin hér í landi eyðir meira íe til fegurðarmeðala en nemur öllum kostnaði til hers“. „Já, en okkar sigrar eru líka sann- arlega fleiri“. RUDYARD KIPLING: 'Srœður 'TíCowqli. DýH helir Jakob Hafsíein. Framhald „Hvað segir í skógarlögunum ? Dreptu fyrst — og hafðu svo allan varann við á eftir. Þetta veistu — en þú ert óvarkár, vegna þess að þú ert maður. En þú verður að vera kænn. Eg er alveg vissum það, að næst þegar Akela stekkur og missir bráð sína — því að alltaf verð- ur örðugra og örðugra fyrir hann að fella hjörtinn — mun „flokkurinn" snú- ast gegn þér. Þá munu þeir halda þing. Veit ég ráð!“ sagði Bagheera og spratt upp eins og stálf jöður. „Flýttu þér niður í dalinn að kofum mannanna og sæktu „Rauða blómið“ sem þeir rækta. Þá munt þú — þegar tíminn kallar — eiga betri vin en bæði Baloo og mig og alla þá, sem elska þig í „flokkn- um“. Sæktu „Rauða blómið“. Þegar Bagheera talaði um „Rauða blómið“ átti hann við eldinn, en engin lifandi vera í skóginum nefndi eldinn hinu rétta nafni. Hvert einasta dýr í skóginum er hræddari við eldinn en sjálfan dauðann, og þau fara í kringum hið rétta nafn hans allavega. „Rauða blómið? sagði Mowgli. „Það, sem vex við kofadyrnar í rökkrinu. Já, það skal ég gera“. „Nú talar maðurinn í þér,“ sagði Bag- heera hreykinn. „Mundu að blómið vex i leirkerunum. Náðu í eitt þeirra, og geymdu vel þar til neyðin kallar“. „Gott og vel“, sagði Mowgli. „Eg fer. En elsku Bagheera“ — hann lagði hand- leggina um hinn undurmjúka háls part- ursins, og horfði fast í augu hans, „ertu

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.