Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 14
88 UNGA ÍSLAND sjá fíla, gíraffa og leoparda í Róma- borg. Síðar á tímum, þegar hinir miklu landafundir urðu, fluttust margskonar dýr frá öðrum heimsálfum til Evrópu. Einn meðal hinna frægustu og full- komnustu dýragarða í heiminum er Lundúnaborgar-dýragarðurinn, sem hefir að geyma á þriðja þús. dýrateg- undir. Ilann er ekki einungis vel útbúinn með tilliti til dýranna, sem þar eru, heldur einnig með tilliti til gestanna, sem koma til þess að sjá þenna full- komna dýragarð. En þeir eru hér um bil % úr miíjón á ári. í Hamborg, Berlín, París og mörg- um fleiri borgum, eru líka dýi-agarðar með nýtísku sniði, sem árlega fá þús- undir gesta, bæði innlendra og út- lendra, sem koma til þess að skoða þessar einkennilegu stofnanir. I dýragörðum er sárstök áherzla lögð á það, að hafa sem fjölskrúðug- ast safn af spendýrum og fuglum. Þó eru eijmig höfð skriðdýr og froskdýr og jafnvel fiskar, bæði þeir er lifa í sjó og bergvatni. í fuilkomnustu .dýragörðum heims- >ns hafa á síðari árum verið byggð hús fyrir skordýr. Eru þar saman komin mörg af stærstu og fegurstu skordýr- um jarðarinnar. En skordýr eru að mörgu leyti merkilegustu dýr sem til eru. Ðýragarðar eru mjög dýrar stofn- anir, sem aðeins efnaðri þjáðirnar sjá sár fært að eiga. Ðanir — nágranna þjcð vor — eiga mjög myndariegan dýragarð. Ilann stendur þó mikið að baki þeim dýra- görðum, sem fullkomnastir eru. Dýragarður þessi er nú yfir 70 ára gamall. Hann stendur í útjarðri Kaup- mannahafnar, þar sem heitir á Frið- riksbergi, og er á dálítilli hæð við þjóð- veginn, sem liggur milli Kaupmanna- hafnar og Hróarskeldu. Dýragarðurinn er nokkurnveginn ferkantaður og er hver hlið hans á þriðja hundrað metra á lengd. Margir tugir girðinga eru í garðinum. En í hverri girðingu er eitt eða fleiri hús og í hverju húsi eitt eða mörg búr, eftir því hvort ein cða fáar teg. dýra eru í húsinu — ellegar margar teg. sem þurfa að vera vel aðskildar. Hver rán- dýrstegund er t. d. í búri út af fyrir sig. Milli girðinganna, sem eru kringum húsin liggja vandaðir vegir um allan garðinn. Víða eru grasblettir, blóma- bcð og runnar til skrauts, Er þessu öllu prýðilega fyrirkomið. Ég vil biðja ykkur, lesendur mínir, að fylgjast með mér í huganum um dýragarðinn, cf verðamætti að þið fengjuð nokkra hugmynd um það helzta, sem þar er að sjá og heyra. Við skulum hugsa okkur að það sé hásumar. Við förum inn um aðalhlið garðsins, sem snýr út að Hróarskeldu- veginum og borgum dálítinn inngangs- eyrir. Það vekur nú ef til vill undrun Is- lendingsins, hve prúðlega fólk gengur inn. Þrátt fyrir það, þótt margt fólk sé hér saman kornið og allir vilji komast sem fyrst — þá er enginn trcðningur, en lítur út fyrir að hver hliðri til fyrir cðrum, mcð kurteisi og háttprýði. Við höfum stundum átt öðru að venjast t. d. þegar fólk kemur saman í Reykja- vík. Leggjum nú af stað um garðinn. Ber nú margt fyrir augu. Mest eru

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.