Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 8
82 UNGA ÍSLANl) Brúðufötin Hún mamma sat við sauma, ég sat hjá henni á stól, ég var sjálf að sauma líka svolítinn brúðukjól. Hún Imba átti að fá hann, það var yngsta brúðan mín. Og vitanlega var hún glöð að verða svona fín. Ég kem hérna með kjólinn, ef krakkarnir vilja sjá hann, kragan hafði ég gulan, en sjálfan kjólinn bláan. milli handanna. Hann teygði úr sér og gretti sig framan í úlfana; hann var ör- vita af reiði og sorg; því að úlfarnir höfðu — eins og þeim er tamt — ekki sagt orð um það hve innilega þeir höt- uðu hann. „Hlustið á mig!‘‘ hrópaði hann. „Allt þetta hundagelt í ykk-ur er ástæðuiaust. í nótt hafið þið nægilega oft sagt mér að ég sé maður — (og þó hefði ég vilja vera úlfur með ykkur til dauðadags) að ég finn að þið hafið rétt að mæla. Þess vegna mun ég aldrei framar kalla ykkur bræður mína, en Soghunda — eins og mennirnir. Það er ekki á ykkar valdi að ákveða hvað þið viljið eða ekki. Það verð ég sem geri það og ég — maðurinn, hefi sótt „Rauða blómið“, sem þið eruð hræddir við, til þess að gera upp málalokin við ykkur“. Iiann þeytti leirkerinu til jarðar, og glæðurnar kveiktu í þurrum mosa — sem bálaði up>' — og allur þingheimur hörfaði óttasleginn — en logarnir gripp yin sig í mosanum. Svo fékk Imba sokka og svarta skó úr lakki. Imba er fjarska falleg og fyrirmyndar krakki. Hún saurgar ekki kjólinn og svörtu nýju skóna. Svona barn er gaman að hirða um og þjóna. En veistu nú hvað skeði? Ég vatt mér upp á stólinn, og var að strauja af Imbu, en brenndi gat á kjólinn. —- Svo fór ég inn til ömmu, hún fékk mér svarta bót. Ég festi hana á kjólinn, En skelfing var hún ljót. — Og allir krakkar hlóu og bentu á þessa bót. Þeir bentu á hana Imbu, og sögðu að hún væri ljót. Þau vildu ekki leika sér við hana upp frá því, og veistu hvað? Þau fleygðu henni ruslakassann i. Að hlæja svona að Imbu, er heimskulegt og skrítið, og hafa hana útundan fyrir svona lítið. Þótt Imba mín sé fátæk, og eigi bættan kjól, skal engin vera fínni en hún, um næstu jól. Iiafliði M. Sæmúndsson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.