Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 11
85 UNGA ÍSLAND ------------------------- aði sér vandræðalega ofan við annað eyrað. Nei, hann var ekkert reiður stúlkunni, það sá Skúli strax, hann meira að segja gat tæpast varist brosi. Og nú hélt stúlkan áfram: — En þessi strákur þarna; átt þú hann ekki? Ríður hann ekki í hnakk? Getur hann ekki skipt við mig og rið- ið í söðlinum? Hún benti á Skúla, sem blóðroðnaði niður á háls yfir þessari dæmafáu lít- ilsvirðingu, sem hún sýndi honum. Hann ætlaði að svara þessu sjálfur, en það kom einhver skollinn í hálsinn á honum. Hann gat ekki talað. — Nei, hann ríður nú eiginlega ekki í hnakk, sagði pabbi hans. — Nú, ekki það, ríða kannske allir í söðli hér? Nei, nú hefi ég aldrei heyrt annað eins á æfinni. — Hann ríður nú á strigapokum og gæruskinnum, greyið. Ég hugsa að þér þyki það ekki betri sess en söðullinn hennar Guðrúnar minnar. Hún svaraði þessu ekki öðru en því, að snúa sér að Skúla og skellihlægja; svo sagði hún þó: — Svo þú ríður á strigapokum. Nei, ekki kæri ég mig um það, ég vil ekki fá kuskið úr þeim í buxurnar mínar. En mikið agalega getið þið verið mikl- ir tossar að halda að maður ríði í söðli eins og langa langa lang önunur okkar gerðu. Eruð þið svona langt á eftir tím- anum þarna í þessum Starardal? Framh. Gáta. Hvað voru meyjarnar áður en þær voru manni gefnar? — Svarið er algengt karlmannsnafn, Selshamurinn. Einu sinni var maður nokkur í Mýr- dalnum á gangi við sjó að morgni dags. Heyrði hann þá söng mikinn, og gekk á hljóðið. Kom hann þá að helli nokkrum, þar sem margt fólk var inni, að dansa og skemmta sér, en fyrir utan hellinn lágu margir selshamir. Maðurinn tók einn haminn, og hafði hann heim með sér, og læsti hann ofan í kistu. Daginn aftir kom hann að hellinum. Þá var allt fólkið farið, nema ein stúlka forkunna fögur, sem sat grátandi inni í hellinum. Hún hafði átt haminn, sem hann tók. Maðurinn gekk til hennar, talaði við hana, og fékk hana til að fara í föt, og koma heim með sér. Litlu síðar giftist hún honum. Það féll vel á með þeim, og varð þeim sjö barna auðið. Maðurinn geymdi alltaf lykilinn að kistunni og lét hana aldrei fá hann. Einu sinni bar svo við, þegar bóndinn fór með piltum sínum til jólatíða, að hann gleymdi lyklinum í hversdagsföt- um sínum. Konan náði í hann. Hún fór því, opnaði kistuna, kvaddi börnin, fór í haminn, fór svo niður í fjöru og steypti sér í sjóinn. Mælt er að hún hafi sagt þetta, áður en hún steypti sér: Mér er um og ó, ég á sjö börn í sjó og sjö í landi. Ingólfur Einarsson. (11 ára) Ég undirritaður óska að komast í bréfaviðskifti við pilt á aldrinum 10— 12 ára, sem á heima í Reykjavík, helst skáta. Soffonias Áskellsson, Hrísey,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.