Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 6
80 ------—-----------—-------- UNGA ÍSLAND þurrar greinar. Upp í miðri hlíðinni beið Bagheera hans, og morgundöggin glitr- aði eins og þúsundir gimsteina á hinum svarta feldi hans. „Akela tapaði“ sagði partusinn. „Þeir voru að hugsa um að drepa hann í nótt, en þeir vildu helst losna við þig um leið. Þeir leituðu þín um allt fjallið“. „Ég var niðri í dalnum, á hinum plægðu sléttum. „Ég er reiðubúinn! Sjáðu“. Mowgli rétti fram kerið með glæðunum í. „Gott er það. Ég hefi séð mennina stinga sprekaðri grein niður í svona ker, og þegar í stað kom „Rauðablómið“ á greinina.Ertu ekki hræddur?“ „Nei, hvað ætti ég að óttast? Ég man það vel núna, ef það er ekki draumur, að ég lá við hlið „Rauða blómsins“ áður en ég varð úlfur. Og það var hlýtt og gott að vera nálægt því“. Allan daginn sat Mowgli í úlfagreninu og gætti kersins. Hann lét þurra kvisti niður í það til þess að sjá hvernig þeir blómguðust í eldinum. Að lokum fann hann grein, sem logaði mátulega, og þeg- ar Tabaqui kom að greninu um kvöldið og tilkynnti digurbarkalega að „flokk- inn“ óskaði nærveru hans á þinginu, þá hló Mowgli, svo að Tabaqui sá sér best að flýta sér í burtu. Þvínæst hélt Mowgli til þingsins, hlæjandi. Akela, einmana úlfurinn lá rétt fyrir neðan klöppina, þar sem foringinn átti sæti, og var það tákn þess að foringja- staðan í „flokknum" væri óskipuð og laus. Shera Khan, og gráðugu úlfarnir hans g’engu fram og aftur drýgindalega, og hinir úlfarnir flestir hylltu þá. Bagheera lá nálægt Mowogli, og eldkerið stóð á milli fóta Mowglis. Jpejpr allir voru mættir byrjaði Shera Khan að tala, sem hann hafði aldrei þor- að á yngri árum Akela. „Hann á engan rétt til þess að tala“, hvíslaði Bagheera. „Segðu það við hann, hann er ræningjasonur — hann er rag- ur“. Mowgli spratt á fætur: „Frjálsu úlfar“, hrópaði hann, „er Shera Khan foringi „flokksins“? Á slík tign að vera í höndum tigrisdýrs?“ „Þar sem foringjasætið er autt, og þar sem á mig hefir verið skorað að tala hér“, byrjaði Shera Khan. „Hver hefir gert það?“ greip Mowgli fram í. Erum við þá allir hundar, sem sleikjum fætur kúadráparans. „Flokk- urinn“ og ekkeVt nema „flokkurtinn“ hefir vald til að ákveða hver sé foring- inn“. Ótal öskur hljómuðu: Haltu þér sam- an mannhundur" eða „Látum hann tala. Hann hefir lög að mæla!“ Að lokum þrundi eins og þrumuhljóð frá elstu úlfunum: „Látum dauða úlfinn tala!“ Þegar foringi flokksins hefir tap- að stöðu sinni kalla hinir hann „dauða úlfinn“ meðan hann lifir, en vanalega er það heldur ekki nema augnablik. Akela reisti hið gamla þreytta höfuð sitt: .,Frjálsu úlfar — og þið hinir hundar Shera Khan. Ég hefi verið foringi ykkar í tólf ár, og allan þann tíma hefir eng- inn úlfur fallið í gildru eða önnur óham- ingja að höndum borið. Nú mistókst mér stökkið. Þið vitið hvernig á því samsæri stendur. Þið vissuð að hjörturinn var óþreyttur og óeltur, og þessvegna von- uðu þið að mér myndi mistakast. Það var kænskubragð sem heppnaðist. Nú eigið þið rétt á að drepa mig hér á þing- inu. Þessvegna langar mig til að vita hver ykkar þorir að fella hinn „dauða

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.