Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 16
90 -------------------------------- opnar, en krefst um leið nokkurra aura. Þetta er eina húsið í garðinum, þar sem er sérstakur dyravörður og þarf að borga sérstakan inngangseyri. Göngum við nú inn, finnum við sterkan hita leggja á móti okkur. — Húsið er hitað upp bæði sumar og vet- ur. — Eftir miðju húsinu er gangur. Beggja megin við ganginn eru búr með afarsterkum járngrindum fyrir. í búrum þessurn eru ýms dýr frá hitabeltislöndum jarðarinnar, sem því aðeins geta lifað svo norðarlega á hnettinum, að þau séu höfð í húsi, sem er hitað upp, ekki aðeins á vetrum, heldur líka um hlýjustu sumarmánuð- ina, sem þó eru miklu hlýrri í Dan- mörku, heldur en á Islandi. Á grindunum framan við hvert búr er spjald með nafni dýrsins, sem er í búrinu. Nöfnin eru bæði á dönsku og latínu. Neðan við nöfnin er skýrt frá því, hvar á hnettinum dýrið eigi heima, sem í búrinu er. Samskonar nafnspjöld og þetta eru á öðrum búrum og girðingum í dýra- garðinum. — Þarna eru mörg dýr, sem við vildum ekki horfast í augu við, ef sterkar járngrindur væru ekki á milli okkar og þeirra. — Hér eru sýnishorn af skriðdýrum og froskdýrum frá víðri veröld. Þarna inókir krókódíll frá Suður- Asíu í glóðvolgu vatninu. Hann er átta metra langur fullvaxinn, og er talinn álíka mannskæður og tígrísdýrið. — Skammt frá krókódílnum eru risavaxn- ar kirkislöngur af ýmsum tegundum. Þær iiggja hreyfingarlausar — hring- aðar saman, — og teygja tunguna, sem er klofin að framan — í áttina til -------------- UNGA ÍSLAND manns, og bíða eftir matnum, sem er dauð hænsni eða kanínur. En mat fá þær mjög sjaldan. — Hér er hin hættu- lega gleraugnaslanga frá Indlandi og ýmsar teg. af iandskjaidbökum. Sæ- skjaldbökurnar hafa hér sinn eigin sjó, til þess að synda í. — Allar eru þessar skjaldbökur mjög stórvaxnar. í einu búrinu er lirfa af landsala- möndru frá Mið-Asíu. Hún lifir í vatni. En fái hún aldrei að yfirgefa vatnið, verður hún aldrei annað en lirfa, sem allt sit líf andar með tánklum. En hún getur samt sem áður átt afkvæmi. En fái lirfan að yfirgefa vatnið, heldur framþróunin áfram og lirfan verður að landdýri, sem andar með lungum og er þar með fullvaxin. Það er sjald- gæft að dýr eigi afkvæmi, áður en þau eru fullvaxin, en kemur þó fyrir, t. d. hjá skordýrum. Skröltormurinn liggur í búri sínu all- an daginn búinn til bai'daga. Hristir hann halann í sífellu. En á honum eru nokkrir lausir hornhringir, sem skrölt- ir í. Menn vita ekki hvaða gagn dýrið hefir af þessu. Mjög einkennileg skordýr sjáum við. Eru þau vængjalaus og líkjast mest blaðlausum stöhglum eða greinum. Þar sem þessi dýi' lifa frjáls úti í náttúrunni,, er mjög erfitt að koma auga á þau, svo lík eru þau umhverf- inu. Þessi ,,verndarfylking“, — en svo er þetta venjulega kallað — er dýr- unum mikil hjálp i baráttunni við ó- vini sína, sem oft ganga fram hjá, án þess að veita þeim eftirtekt. Framh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.