Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 9
UNGA ÍSLAND S3 STEFÁN JÓNSSON VINIR VORSINS Framhald Hræðileg og syndsamleg hugsun gagntók Skúla óg hafði hann algjör- lega á valdi sínu. Hann hugsaði ekki út í það aö þetta væri ljótt. Hugsaöi ekk- ert um hvað pabbi mundi segja, ekki hvað mamma mundi segja. Hugsaói ekkert, bara færði annan fótinn ofur- lítiö til og nú stóð hann ofan á dýr- gripnum, en hann gætti þess vel að stíga ekki fast. Ekki skyldi hann skemma hnífinn. Var það óhætt? Nei, ekki enn. Kaupmaðurinn var í óða önn að fást við að ná niður axlabanda- kippu, sem hékk uppi yfir búðarborð- inu og Bensi stóð þarna og virti hana fyrir sér. Ef til vill ætlaði hann að fá sér axlabönd. Nei, Skúla varðaði ekki um það. — Jú, nú sá hann ráðið. það var alveg óhætt. Hann beygði sig nið- ur og tók að laga upp um sig sokkana og á sama augnabliki hafði hann hníf- inn í lófa sínum. Átti hann að láta hann í kassann til hinna hnífanna? Já, vitanlega átti hann að gera það. En — en hann var svo fallegur. Nei, hann gat ekki sleppt honum héðan af — og bó blygðaðist hann sín fyrir hvað hann hafði gert. Blygðaðist sín strax er hann fann hnífinn í lófa sínum. Það lagði hita frá hnífnum um allan líkama hans og heitui' roði færðist yfir and- litið. Hann sveið, hann brann og var að því kominn að hlaupa í burtu í dauðans ofboði. Þá ávarpi búðarmað- urinn hann: — Halló, karlinn, hvað heitirðu nú aftur. Skúli hrökk saman, honum fannst þetta ávarp mannsins líkt og bergmál- ast allt í kringum sig. Hann svaraði ekki strax. Vissi maðurinn þá allt? — Þú þarft endilega að fá þér svona axlabönd, hélt maðurinn áfram. Hann félagi þinn var að fá sér ein. Þau kosta kr. 3,00, en ég læt ykkur liafa þau á kr. 2,75 af því að þið eruð svo langt að komnir. Skúli átti reyndar nýleg axlabönd, svo að kannske vantaði hann margt annað fremur, en liann þorði nú samt ekki að hafa á móti þessu af óttanum sem stöðugt óx í brjósti hans. Best var að komast sem allra fyrst burtu. — Já, ég skal kaupa þau, hvíslaði hann og nú kom tækifærið af sjálfu sér að fara ofan í vasann, ná í budd- una og losa sig við hnífinn. — Já, hér færðu þá 25 aura til baka, góði minn, ég held að langbest væri nú að fá brjóstsykur í nestið fyr- ir þá. Skúli Bjartmar játaði því einn- ig og var þá verslunin gengin um garð þar sem ekkert meira var til af pen- ingum í vasa Skúla. — Verið þið blessaðir, snáðar, og munið að líta inn til mín í hvert sinn, sem þið eruð hér á ferð. Þeir hröðuðu sér út úr búðinni. Skúla fannst augu mannsins fylg.ia sér eftir, fannst þau stinga sig í bak- ið, hann langaði til að hlaupa langt — langt. Hvað hafði hann gei*t? — Þú ert þjófur! Þú hefir stolið, hvíslaði blærinn, sem straukst við vanga hans. Stolið! stolið! — stolið! Þú ert vondur drengur. Hann tók ekki eftir neinu því, er í kringum hann var, fyrir þeim levndardóm, sem lá í hans eigin vasa. Setjum nú svo, að þetta kæmist upp. Hvað þá? Nei, hann mátti ekki hugsa — ejiki hugsa, ekki Jiugsa,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.