Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 17
91 ÚNGA ÍSLAND ------------------- Gáfuð hæna. Það eru til margar skemmtilegar sögur um vináttu milli manna og dýra — og hér kemur ein, ný af nálinni: Bent, 11 ára drengur, sem á heima í Danmörku, er mikill dýravinur, og einn af bestu vinum hans meðan dýr- anna er hæna. Yfir lengri tíma vaknaði Bent við það hvern morgun kl. 7,30, að hænan bankaði í gluggann hans með nefinu, og þegar hann opnaði gluggann, flaug hún inn og lagðist til fóta í rúminu hans og lá þar, þar til Bent átti að fara í skóla, kl. 8. Þakklæti sitt fyrir góðan félagsskap sýndi hún með því, að skilja, næstum hvern morgun, eftir egg á sænginni. En hið skemmtilega við söguna er einnig það, að hænan hefir vitað hvar herbergi Bents var, því að það skeði aldrei, að hún bankaði á öf- ugan glugga. Pési var miskunnarlaust rekinn inn til að lesa bænirnar sínar, meðan mamma og pabbi fóru á göngu. — Þeg- ar þau komu heim, fundu þau Pésa við útvarpið og með blýant upp í sér. „Hversvegna lestu ekki bænirnar þínar?“ spurði pabbi hans fjúkandi reiður. „Það get ég ekki“, ansaði Pési. Ég á að teikna kort af Evrópu, og verð þvi að heyra útvarpsfréttirnar fyrst. „Hvað, hefir þú ekki lesið Shake- speare enn þá??“ „0, liggur nokkuð á, þar sem hann er ódauðlegur?“ Ósvikinn Englendingur. Um borð í stóru farþegarskipi kom það í ljós, að leki var kominn að skip- inu. Þetta skeði um miðja nótt og farþegar fengu skipun um, að vera reiðubúnir til að fara í bátana. — Meðal farþeganna var Englendingur. „Skipið er að sökkva!“ hrópaði einn þjónanna til hans. „Einmitt það?“ ansaði Englending- urinn áhugalaust. „Já, það er kominn mikill leki að því!“ „Hvenær sekkur það?“ „Skipstjórinn álítur, að það geti flotið til kl. sex í fyrramálið“. „Ágætt — vektu mig þá tíu mínút- um fyrir sex!“ sagði Englendingurinn og gekk til rekkju . Ekki seint á fótum. Ástríður: Mamma hefir sagt mér, að ég sé fædd kl. 8 um morgun. Halli: En ég er fæddur kl. 12 um nótt. Ástríður: Ha, ha, ha, en sá gortari! Heldurðu kannski að ég viti ekki, að börn fá aldrei leyfi til að vera á fót- um kl. 12 að nóttunni. Það skaðar hestana ekkert. I litlum jóskum bæ,.var hestamarkað- ur á torginu framan við járnbrautar- ina. Er hann hafði staðið nokkrar stundir, kom stöðvarstjórinn út, gekk til markaðsstjórans og sagði með nið- urbældri reiði: „Þér verðið að fara í burtu með hestana héðan, það er svo hræðileg ólykt uppi í svefnherberginu „Já, en það skaðar sko hestana ekki neitt“, ansaði markaðsstjórinn með ó- bifanlegri ró.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.