Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND úlf“ því að samkvæmt skógarlögunum á ég rétt á því að þerjast við einn og einn í senn“. Löng þögn — því að engan úlf langaði til að mæta Akela í bardaga upp á líf og dauða. Og þá öskraði Shera Khan: „Svei hvað eins og okkur varði um þennan tannlausa ræfil? Hann er dæmdur til dauða! Það er mannabarnið, sem er búið að lifa of lengi. Frjálsu úlfar, hann var mín bráð frá upphafi. Látið mig fá hann. Ég er orðinn þreyttur á þessum skrípaleik. Hann hefir valdið ófriði í skóginum í tíu ár. Látið mig fá manna- barnið, ella mun ég halda áfram veiðum mínum hér, og þið skuluð ekki fá eitt einasta bein að naga. Hann er maður og mannsbarn, og ég hata hann af öllu hjarta!“ Þá gelti helmingur úlfanna: „Maður, maður, hvaða erindi á hann hjá okkur. Látum hann fara til mannanna!“ „Og til þess að láta hann senda alla dalbúana á okkur“, andmælti Shera Khan. „Nei, látið mig fá hann, því að hann er maður, og enginn okkar getur horfst í augu við hann“. Aftur lyfti Akela höfðinu og sagði: Hann hefir étið mat okkar, sofið hjá okkur, elt bráðina með okkur. Hann hef- ir aldrei brotið neitt í bág við lög skóg- arins“. „Og ég hefi keypt frelsi hans með heil- um uxa. Að vísu er uxi ekki mjög mikils virði, en heiður og sómi Bagheera er dálítið annað, og þess virði að berjast fyrir“, sagði Bagheera í sínum mýksta tón. „Uxi sem gefinn var fyrir tíu árum? urruðu úlfarnir. „Hvað, eins og við kær- um okkur um tíu ára gömul uxabein?“ „Eða um gefið loforð?“ sagði Bag- heera og sýndi hvítar tennurnar undir mjúku trýninu.„Sannarlega er það ekki ástæðulaust að þið kallið ykkur hina „frjálsu úlfa“. „Ekkert mannabarn getur verið á veiðum og lifað með skógarbúunum“, ýlfraði Shera Khan. „Látið mig fá hann!“ „Hann er bróðir okkar í einu og öllu að kynferði undanskyldu“, hélt Akela áfram, „og þó viljið þið drepa hann! Ég er búinn að lifa of lengi. Sumir ykkar eru lagstir á búpeninginn, og um hina ganga þær sögur, að þið lærið vel þá list af Shera Khan að læðast niður í dalina, og stelið börnunum við kofadyrnar. Þess vegna veit ég að þig eruð hundar, og þess vegna tala ég við ykkur eins og hunda. Það er þegar ákveðið að ég á að deyja, og að líf mitt er ekki mikils virði. ella mundi ég láta það í stað manna- barnsins og lífs þess. En vegna heiðurs ,,flokksins“ — hlutur sem þið hafið gleymt vegna þess að þið hlýdduð ekki foringja ykkar — lofa ég því, að ef þið látið hann í friði, þá skal ég ekki gera neinum mein, þegar dauðastundin er komin. Ég skal deyja án þess að berjast. Það mun að minnsta kosti verða þrem ykkar til lífs. Meira get ég ekki gert; en ef þið sjálfir viljið, getið þið komist undan þeirri skömm, sem af því leiðir að verða bróðurbani — bróðurs, - sem ekkert vann til sakar, sem hefir verið viðurkenndur í ,,flokknum“ eins og lög skógarins bjóða!“ „Hann er maður, maður, maður!“ urr- uðu úlfarnir, og flestir þeirra söfnuðust utan um Shera Khan, og skott hans byr j- aði að slást til og frá. „Nú er röðin komin að þér“, sagði Bagheera við Mowgli. “Við getum ekk- ert meira gert fyr en í orustunni“. Mowgli stóð á fætur með leirkerið

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.