Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 5
UNGA ISLAND ------------------------- viss um að allt þetta sé Shera Khan að. kenna?“ ,,Já, litli bróðir; það er jafnvíst og að ég sprengdi lásinn aí' búri mínu og varð frjáls — ég er vissum að þetta er honum að kenna“. „Þá sver ég þess dýran eið, vegna ux- ans, sem frelsi mitt er keypt fyrir, að ég skal gjalda Shera Khan auga fyrir auga og tönn fyrir tönn vegna þess að hann hefir komið þessu til leiðar,“ sagði Mowgli um leiö og hann stökk af stað, léttur eins og In'nd. „Þetta er maður — maður frá hvirfli til ilja,“ sagði Bagheera við sjálfan sig, og lagðist aftur til hvíldar. „Jæja, Shera Khan! Aldrei varð neinn aumari eltinga- leikur háður en sá, er þú reyndir að drepa „froskinn" fyrir tíu árum!“ Mowgli var kominn langt inn í skóg- inn, og reiðin bálaði í hinu unga hjarta hans, Hann kom að úlfagreninu er dala- læðan skreið upp hlíðarnar. Þar nam hann staðar til að hvíla sig stundarkorn, og horfa yfir dalinn. Hvolparnir léku sér fyrir utan grenis- munnann, en úlfamamma, sem lá lengst inni í greninu gat heyrt á andardrætti hans, að það var eitthvað, sem amaði að „froskinum" hennar. „Hvað er að, sonur minn?“ spurði hún. „Leðurblökuþvættingur um Shera Khan,“ svaraði hann. í nótt fer ég á veiðar á hina plægðu ,,akra“. Hann beygði sig inn i runnana og hélt ferðinni áfram niður hlíðina, þar til hann kom að ánni, sem rann eftir rniðj- um dalnum. Þar nam hann staðar þegar hann heyrði geltið í „flokknum“, sem var á veiðum, og frís og más elgsins, sem eltur var, um leið og hann sneri sér til varnar gegn úlfunum. Þvínæst heyrði -----------------------------,--- 7!) hann öfundsjúkar og hatursfullar glefs- ur ungu úlfanna. „Akela, Akela ! Látum einmana úlfinn sýna krafta sína. Gefum foringja flokks- ins tækifæri! Dreptu — Akela!“ Akela hlaut að hafa stokkið — en mist bráðina — Því Mowgli heyrði þegar tennurnar skullu saman, og glefsið, þec;ai' elgurinn sparkaði í hann og þeytti hor.um til j ,.rð- ar. Hann beið þess ekki að hevra meira en flýtti sér áfram, og vælin dóu út smám saman í fjarskanum er hann hljóp inn á hið ræktaða land, þar sem dala- fólkið bjó. „Bagheera sagði satt“ stundi hann um leið og hann faldi sig bak við heysátu, sem var rétt við glugga eins kofans. „Á morgun verður teningunum kastað. bæði fyrir Akela og mig“. Og svo lagði hann andlitið fast að glugganum og horfði á arineldinn. Hann sá bóndakon- una rísa á fætur og ala eldinn á svörtum kögglum. Og í morgunsárinu, þegar þok- an þéttist köld og hvít, sá hann barnið í kofanum taka leirker nokkurt, og inn- an í þvi var skán og mold. Barnið fyllti kerið með rauðglóandi trékolum, lét það undið voðina, sem það lá undir um nótt- ina, til þess að halda henni heitri, og fór síðan út til að gefa skepnunum í fjár- húsinu. „Er þetta allt og sumt?“ sagði Mowgli. Úr því svona snáði getur gert þetta er ástæðulaust að óttast Rauða blómið“. Hann læddist að kofanum og mætti drengnum, tók af honum kerið það, sem hann hélt á> og hvarí' síðan út í þokuna meðan strákurinn skældi af hræðslu. „Dalbúarnir eru mjög líkir mér“, sagði Mowgli, og blés í glæðurnar, eins og hann hafði séð konuna gera. „Þetta „Rauða blóm“ deyr brátt ef það fær ekk- ert að borða“. Hann lét af og til börk og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.