Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 5
^15LRNQ ___XXXIV. ÁRG. 7. HEFTI ÁGÚST 1939 Á unglingaþingi Rauða Krossins í Stockhólmi. Börnin góð! Þegar ég segi ykkur frá því, sem skeði á þingi þessu í Stockhólmi, dagana 19. til 21. júní síðastliðinn, þá verðið þið að fyrirgefa mér, þó að ég fari hratt yfir sögu og stikli aðeins á stóru stein- unum, því að ef segja ætti allt sem skeði og fyrir augun bar, myndi það fylla þetta blað af „Unga Islandi“ og fleiri. En áður en lengra er farið, verð ég að segja ykkur hvað ungliðadeildir Rauða Kross félaganna eru, að hverju þær vinna og hvernig starf þeirra er skipulagt. „Rauði Krossinn“, en svo heitir félags- skapur, eins og þið flest munuð vita, er starfar út um gervallan heim, eða í 63 löndum hnattarins. Félagsskapur þessi Ungliðarnir í leikjum. Dönsku börnin. hefir starfað síðan árið 1859, að Sviss- lendingurinn Henry Dunant stofnaði fyrsta félagið, eftir að hann sá hörm- ungar ófriðarins í orustunni við Solfer- ino á milli Itala og Austurríkismanna. Fyrsta hlutverkið var að hjúkra og hlynna að særðum hermönnum á ófrið- artímum, og að sá staður, sem táknað- ur væri rauðum krossi, væri friðhelgur fyrir árásum sprengjanna og fallbyssu- kjaftanna, því að þar færi fram líkn- arstarfsemi fyrir hina lömuðu og særðu hermenn. Hvíldarlaust var unnið að því að fá hina nauðsynlegu viðurkenn- ingu þjóðanna fyrir friðhelgi Rauða Kross hjúkrunarstöðvanna í ófriði, og eftir að hún fékkst, voru stofnuð Rauða Kross félög víða um lönd, og samband

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.