Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.08.1939, Blaðsíða 20
108 UNGA ÍSLAND Góði maðurinn og fátæki drengurinn. Eftir þjóðveginum gekk lítill og fá- tækur drengur. Hann var í rifnum föt- um og afar tötralegur til fara. Gamall maður neðan úr kaupstaðnum, sem var á gangi sér til heilsubótar, hitti þennan litla dreng og spurði hann: „Hvað heitirðu litli karl?" „Ég heiti Haraldur", sagði hann hálfkjökrandi og ætlaði að ganga fram hjá honurm „Nei, stansaðu við; allir ferðalangar tala saman. Hvaðan kemur þú?" „Ég kem héðan úr kaupstaðnum. Hún mamma mín sendi mig með nokk- ur egg sem ég átti að selja í búðinni, svo átti ég að fá margt smávegis fyrir andvirðið af eggjunum, en þegar ég var kominn miðja vegu, komu tveir strákar hjólandi og hjóluðu ofan á im'g þar sem ég var með öll eggin. Annar þeirra braut öll eggin, en hinn reif utan af mér öll fötin". „Hvað varð svo af strákunum?" spurði gamli maðurinn. „Það vissi ég ekki", sagði Haraldur. Gamli maðurinn fór að gá í vösum sínum, en án þess að vita þar af nokkru, fann hann tíu króna seðil. „Hættu nú að gráta, Haraldur minn, þessar krónur mátt þú eiga; komdu nú aftur með mér tii kaupstaðarins og fáðu þér það sem þú áttir að fá fyrir hana mömmu þína; ég held að þessir peningar hljóti að duga". Haraldur litli þakkaði nú fyrir sig og gekk því næst aðra leið heldur ev gamli maðurinn fór. Þegar heim í gamla fjallakofann var komið, undraðist móðir Haraldar hve hann hafði selt eggin vel. Haraldur litli sagði nú alla söguna og var nú UNGA ÍSLAND Eign Rauða Kross íslands. Kemur út í 1C síöu heftum, 10 sinnum á árí. 10. heftið er vandað jölahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skðlabarna. Verð blaðsins er kr. 3,00 árgang'urinn. Gjalddagi blaðsins er 1. aprll. Ritstjórn annast: Amgrímur Kristjánsson og Jakob Hafstein. Afgreiðslu og innheimtu blaðsins annast skrlfstofa Rauða Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 27 og 28 (Mjðlkurfélagshúsið). — Skrifstofutími kl. 1—4. Pöstbox 927. Prentað I ísafoldarprentsmiðju. æði mikill fagnaðarfundur því sjaldan hafði sést þar fimm króna seðill, sem var afgangs af vörum úr kaupstaðnum. Steini, (15 ára). Nol<l<ur heilræði. Heisan er okkur öllum fyrir mestu. Á henni veltur gleði lífsins, löngunin til starfs og afreka og viljinn til að knýja hugðarefni sín til úrlausnar. Allt þetta vitum við svo mæta vel, en gleym- um aftur furðu oft, hve nauðsynlegt er, jafnvel daglega, að hafa gát á heilsu vorri til varðveislu hennar. Það er því gott að festa sér í minni eitthvað það, sem getur orðið okkur til gagns í þess- um efnum. Hér fara á eftir nokkur heil- ræði um þessi efni, sem þú skalt lesa og festa þér í minni. • • Bæði sumar og vetur er útiveran með hæfilegri áreynslu, annað hvort við vinnu eða íþróttir, nauðsynlegt líkam- anum til styrktar og eflingar vöðvum og líffærum. . * . ':';

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.