Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 14
GUNNHILDARGERD Saga sú, er hér fer á eftir, er gömul þjóðsögn, sem að sennilega hefur gerzt á landnámstíð, en eftir því, sem ég veit bezt, þá held ég, að hún hafi aldrei verið færð í letur, aðeins lifað á vörum þjóðarinnar. — Sagan er á' þessa leið: Það var einu sinni kona úti í Noregi, sem hét Gunnhildur. Henni mun ekki hafa liðið vel þar, því að hún lét búa skip sitt og sigldi með því til Islands, sem þá var nýfundið. Hún kom að landi nálægt Unaósi. Mun hún hafa lagt leið sína vestur yfir Lagarfljót og numið land milli Jökulsár og Lag- arfljóts, og byggði hún sér þar bæ, sem hún nefndi eftir sér, og kállaði hann Gunnhildargerði. Syni átti hún þrjá, sem hafa verið á unga aldri, þegar hún lagði af stað með þá í ferðina miklu. Þeir hétu Galti, Geiri og Nefbjörn. Líður nú fram, unz drengirnir eru orðnir fullþroska. Þá vildu þeir fara frá móður sinni og nema nýtt land. En Gunnhildur unni sonum sínum heitt og vildi að þeir yrðu kyrrir heima hjá sér. Þess vegna gaf hún þeim sína jörðina hverjum, úr sinni landareign. Þeir byggðu nú sinn bæinn hver og nefndu þeir (þá eftir sér, t. d. lét Galti sinn bæ heita Galtastaði, Nefbjörn sinn Nefbjarnarstaði, en Geiri sinn Geirastaði. Það var sumar eitt, að vör- ur komu upp að Kolbeinstanga. Þeir bræður fóru þangað og festu kaup á vörum, en fengu þær geymdar þar nyrðra þangað til um veturinn, að snjó legði, en þá ætluðu þeir að senda þræla sína éftir þeim. Líður nú að þeim tíma, að þeir senda 108 þrælana af stáð eftir vörunum. — Á meðan þeir voru í ferðinni gættu bærðurnir f jár síns, sem var margt. En á-milli bæjanna er ás, sem er góður til beitar og heitir Tunguás og dregur nafn sitt af því, að sitt hvorum megin við hann rennur lækur; en á ás þessum vildu þeir allir beita fá sínu. Deila þessi smá harðnaði, unz þeir börðust og lauk því svo, að Galti feldi bræður sína, en að því loknu sprakk hann af mæði. Atburður þessi spurðist víða, en þegar móðir þeirra frétti það, þá fór hún þangað, sem líkin voru, en þega? hún sá þau, setti að henni grát mikinn og urðu það æfiafdrif hennar, að hún sprakk af harmi. Síðan voru þau öll heygð 'þarna. Bræðurnir tveir Geiri, Nefbjörn og Gunnhildur sunnan við lækinn, sem rennur sunnan við Tungu- ásinn, og síðan heitir Hauglækur, en Galti norðan við hann. Sjást haug- arnir enn þann dag í dag. En það er frá þrælunum að segja, að á heimleið fréttu þeir lát húsbænda sinna og fara þeir nú að tala um það, að nú muni þeir erfa þá, en þeim kom ekki saman um, hvernig þeir skyldu skipta eign- unum, svo að þeir börðust og drápu hver annan og voru þeir þá staddir á mel, er heitir Dysjarmelur og er hann við Kaldá á Jökulsárhlíð. Gunnhildargerði stendur undir hlíð sem veit á móti suðri og er mjög hlý- legt í kringum bænin minn, og finnst mér að allt bendi til þess, að fyrsta konan, sem hér bjó, hafi verið góð. Margrét Jónsdóttir (12 ára), Gunnhildargerði. UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.