Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 19
greinum tæknifræðinnar, svo sem stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Þess í stað er hluti
þessara námsgreina settur undir aðra námsáfanga. Ákveðið var að skoða þessi mál nánar
auk þess sem dönsku skólarnir munu gera nemendum sinum betur grein fyrir kröfum TFÍ
í upphafi diplomingeniör-námsins svo tryggt sé að nemendur geti fengið starfsheitið
tæknifræðingur að námi loknu.
Skilgreining tæknifræðináms
Meirihluti þeirra sem sækja um leyfi til að kalla sig tæknifræðing falla undir hefðbundnar
skilgreiningar á véla-, rafmagns- eða byggingartæknifræðingum. Hins vegar er sífellt
algengara að fólk sæki nám utan þessara greina. Ég tel að félagið eigi að huga að því á
næsta starfsári að skilgreina betur hvaða nám þeir verði að hafa sem vilja nota starfsheitið
tæknifræðingur. Að lokum vil ég ásamt nefndarmönnum þakka fyrir ánægjulegt samstarf
á liðnu starfsári. Nefndin er skipuð afar reynslumiklum einstaklingum sem setið hafa í
nefndinni til margra ára og geta miðlað af reynslu sinni þegar afgreiða þarf „óhefðbundnar
umsóknir".
Jóhannes Benediktsson formaður
Löggildingarnefnd
I Löggildingarnefnd Tæknifræðingafélags Islands eru Árni Guðni Einarsson
rafmagnstæknifræðingur, Ragnar Kristinsson véltæknifræðingur og Ragnar Georg
Gunnarsson byggingatæknifræðingur, sem er formaður nefndarinnar. Nefndin hélt sjö
fundi og voru níu mál tekin fyrir á starfsárinu. Sjö umsóknir voru frá bygginga-
tæknifræðingum og tvær frá rafmagnstæknifræðingum, en engin umsókn barst frá
véltæknifræðingum. Vekur furðu hve fáir véltæknifræðingar sækja um löggildingu hjá
félaginu. Afgreiðsla umsókna var þannig að sex voru samþykktar, tveimur var frestað og
einni hafnað.
Nefndarmenn þakka starfsfólki á skrifstofu félagsins gott samstarf.
Ragnar G. Gunnarsson formaður
Skýrsla stjórnar STFÍ
Aðalfundur STFÍ fyrir starfsárið 2009-2010 var haldinn þann 23. febrúar 2010. í stjórn
voru kjörnir Daði Ágústsson formaður, Magnús Þór Karlsson meðstjórnandi (gjaldkeri)
og Ingvar Blængsson meðstjórnandi (ritari).
Stjórnarfundir STFI: Stjórn STFÍ hélt sjö formlega stjórnarfundi á starfsárinu sem færðir
voru til bókar.
Fundir: Aðalfundur STFÍ var haldinn 23. febrúar.
Stjórn STFI stóð fyrir einum fyrirlestri á starfsárinu. Var hann með sama skipulagi og hinir
vinsælu samlokufundir TFÍ og VFÍ. Fundurinn var haldinn í hádeginu fimmtudaginn 30.
september og bar yfirskriftina: „Fagstéttir, hrunið og framtíðin". Fyrirlesarar voru tveir í
þetta skipti; þeir Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur og kennari við
Háskólann í Reykjavík, og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og lektor við
Háskóla íslands. Fyrirlestur Stefáns var í stórum dráttum um siðferði ráðamanna og
almennings í aðdraganda kreppunnar og hvernig fagstéttir brugðust við, en Vilhjálmur
fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og afleiðingar hennar. Öllum
félagsmönnum TFÍ, SV og VFÍ var boðið til fundarins og mættu um 90 áhugasamir á
fundinn, sem haldiim var í fyrirlestrasal Istaks á Engjateigi 7. Stjórn STFÍ er mjög ánægð
með hvernig til tókst. Ekki tókst að halda annan fyrirlestur eins og áætlað var, en úr því
verður bætt á næsta starfsári.
1 7
Félagsmál VFl/TFl