Árbók VFÍ/TFÍ


Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 32

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 32
um 60 manns á staðinn en fundurinn var einnig sendur út á netinu og komu menn saman víða um land til að fylgjast með. Pétur Örn Magnússon, formaður RVFÍ Orðanefnd RVFÍ Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga, ORVFÍ, hefur lengi rætt um nauðsyn þess að endur- skoða áður þýdda og útgefna kafla úr íðorðasafni Alþjóða raftækninefndarinnar, IEV, og fylgjast þannig með breytingum í tæknimálum, sem svo endurspeglast iðulega í nýjum og breyttum orðaforða. Auk þess sendir alþjóðanefndin stöðugt frá sér nýja kafla með tillögum sínum að orðfæri nýrrar tækni. Þessa kafla vill ORVFÍ líka geta kynnt íslenskum tæknimönnum með því að þýða íðorð sem þar koma fram. Eins og fram kemur í skýrslu orðanefndarinnar til aðalfundar VFÍ 2010 var ákveðið haustið 2009 að skipta nokkrum köflum í íðorðasafni Alþjóða raftækninefndarinnar, IEV, á nefndarmenn, sem áttu að frumþýða kaflana í þeim tilgangi að flýta fyrir umfjöllun þeirra á fundum nefndarinnar. Kaflarnir sem valdir voru sem verkefni nefndarinnar í fyrsta áfanga nýrra verkhátta koma ýmist sem endurskoðun kafla, sem nefndarmenn hafa áður þýtt og birst hafa í bókunum Raftækni- og ljósorðasafni I og II og Raftækniorðasafni 1, Þráðlausum fjarskiptum, eða koma til viðbótar óbirtum íðorðum nefndarinnar. Þó er reynt að birta jafnharðan í Orðabanka íslenskrar málstöðvar öll íðorð sem nefndin lætur frá sér fara. Árið 2010 hófst með því að hefja umfjöllun á kafla 195, sem á ensku nefnist „Earthing and protection against electric shock" í íðorðasafni Alþjóða raftækninefndarinnar, IEV, í frumþýðingu Gunnars Ámundasonar. Kaflinn er stuttur og umfjöllun nefndarmanna tók aðeins fáa fundi. Þá var hafist handa við kafla 801, „Acoustics and electroacoustics", sem Sigurður Briem frumþýddi, og lauk nefndin við hann í mars. Kafli 806, „Recording and reproduction of audio and video", sem Þorvarður Jónsson frumþýddi, entist nefndinni lengst, svo að umfjöllun um hann lauk ekki fyrr en í október. Þá tók við umfjöllun um tvo smákafla, kafla 807 „Digital recording of audio and video signals", og kafla 808, „Video cameras for non-broadcasting", en báða þessa kafla frumþýddi Jón Þóroddur Jónsson. Þessir kaflar voru afgreiddir á fáum fundum og á síðasta fundi nefndarinnar í desember tók nefndin að fjalla um kafla 841, „Industrial electroheat", sem er afar stór kafli. Sigurður Briem frumþýddi hann. Þýðingardeild utanríkisráðuneytisins leitaði sem oftar til Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga á árinu. Orðanefndin telur að það sé aðeins af hinu góða að eiga þessi samskipti við þýðingardeildina og reynir ávallt að finna viðunandi lausn. Nærri má geta að erindi bærust ekki frá deildinni nema vegna þess að málefnin eru flókin og liggja ekki í augum uppi. Nauðsynlegt er hins vegar að vanda vel málfar í reglugerðum og lögum, svo að ekki leiki vafi á merkingu orðanna. Nefndarmenn fást ekki einungis við að þýða og ræða íðorð heilla kafla heldur koma stundum upp umræður um þýðingu einstakra orða sem mönnum finnst orka tvímælis. Þetta er liður í nákvæmri endurskoðun á eigin verkum nefndarmanna. Sem dæmi má nefna orðið resonance, sem hefur verið þýtt með íslenska orðinu herma. Orðið hermir hefur hins vegar verið notað sem þýðing á simulator og orðin ísveifla, meðsveifla eða eiginsveifla lýsa betur hugtakinu, sem er að baki orðinu resonance, hvert þeirra sem valið væri. Orðið mechanical bar einnig á góma. Nefndarmenn voru sammála um að ekki væri enn til nógu gott íslenskt orð um það þar sem mekanískur væri ekki boðleg íslenska, þó að mikið væri notað. Um miðjan apríl fékk nefndin heimsókn bandarísks háskólanema, stúlku sem er að læra íslensku. Henni fannst mikið til um störf nefndarinnar og viðhorf íslendinga til móður- málsins. 3 o Arbók VFl/TFl 2011
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340
Page 341
Page 342
Page 343
Page 344
Page 345
Page 346
Page 347
Page 348
Page 349
Page 350
Page 351
Page 352
Page 353
Page 354
Page 355
Page 356
Page 357
Page 358
Page 359
Page 360
Page 361
Page 362
Page 363
Page 364
Page 365
Page 366
Page 367
Page 368
Page 369
Page 370
Page 371
Page 372

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.