Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 39
^•3.2 Skýrslur sameiginlegra nefnda TFÍ/VFÍ
starfsárið 2010-201 1
Útgáfumál
Utgáfa var með hefðbundnum hætti á síðasta starfsári. Árbók VFÍ/TFÍ 2010 kom út í lok
nóvember og var að þessu sinni 322 síður. Eftir ávörp formanna VFÍ og TFI og inngang
r,tstjóra er kafli sem fjallar um félagsmál félaganna tveggja, sameiginlegan rekstur þeirra
°g lokaverkefni nemenda við háskólana tvo en auk þess er listi yfir nýja félaga. Þar á eftir
er tækniannáll þar sem fjallað er um þróun efnahagsmála, mannfjölda á Islandi, fram-
kvæmdir orkuveitna, hafnarframkvæmdir og Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóð-
arvna. Því næst eru kynningar og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana, í allt 21 talsins. Þá
eru þrjár ritrýndar vísindagreinar birtar að þessu sinni, sami fjöldi og á síðasta ári. Það er
ahyggjuefni að þessum greinum hefur fækkað jafnt og þétt á síðastliðnum fimm árum.
Loks voru í Árbókinni átta tækni- og vísindagreinar um margbreytileg viðfangsefni.
Fjöldi útgefinna eintaka var um 2500 og var Árbókinni dreift til allra félagsmanna TFÍ og
VFl. Ragnar Ragnarsson er ritstjóri Árbókarinnar.
Verktækni er gefin út af öllum félögunum þremur; SV, TFÍ og VFÍ. Alls komu út sex tölu-
Wöð á árinu 2010. Síðastliðin tvö ár hafa verið gefin út heldur færri tölublöð en áður.
Ástæða þess er samdráttur á auglýsingamarkaði en prentvinnsla og dreifing blaðsins er
fjármögnuð með auglýsingum. Upplag blaðsins var sama og áður eða 3.300 eintök. Er því
dreift til allra félagsmanna VFÍ, TFI og SV auk fyrirtækja, fjölmiðla og helstu stofnana.
Verktækni hefur verið vettvangur fyrir alla verkfræðinga og tæknifræðinga til þess að
koma sínum sjónarmiðum og hugðarefnum á framfæri. Eins eru í því birtar greinar um
ráðstefnur og skoðunarferðir félaganna, auk viðtala. Verktækni er einnig vettvangur
stjórna félaganna þriggja, VFI, TFI og SV til þess að koma nauðsynlegum upplýsingum
til félagsinanna. Sigrún S. Hafstein er ritstjóri Verktækni.
Bjarni Bessason formaður
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd (ENSÍM) starfar að endurmenntunarmálum
VFI, SV og TFÍ. Á starfsárinu voru haldnir fundir með starfsmönnum Endurmenntunar
Háskóla Islands um leiðir til að auka framboð af námskeiðum fyrir verkfræðinga og
tæknifræðinga.
Félögin hafa frá upphafi verið aðilar að Endurmenntun HÍ og eru því heiðurssam-
starfsaðilar. í septembermánuði 2009 var skrifað undir formlegan samstarfssamning
Endurmenntunar HÍ og félaganna þriggja,VFÍ, TFÍ og SV. Markmið samningsins er að
3uka framboð á námskeiðum, vinna saman að kynningu þeirra og efla tengsl skrifstofu
félaganna við Endurmenntun HÍ. Þá hefur Endurmenntun boðið félagsmönnumVFÍ, TFÍ
°g SV valin námskeið á sérstökum afsláttarkjörum.
ENSÍM-nefndin vinnur að því að auka framboð af námskeiðum og eru m.a. niðurstöður
fræðslukannana hafðar til hliðsjónar. Var ein slík gerð á árinu 2010.
Félagsmál VFl/TFl