Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 76
fjármögnuð með auglýsingum. Ugplag blaðsins var hið sama og áður eða 3.300 eintök. Er
því dreift til allra félagsmanna VFÍ, TFI og SV auk fyrirtækja, fjölmiðla og helstu stofnana.
Verktækni hefur verið vettvangur fyrir alla verkfræðinga og tæknifræðinga til þess að
koma sínum sjónarmiðum og hugðarefnum á framfæri. Eins eru í því birtar greinar um
ráðstefnur og skoðunarferðir félaganna, auk viðtala. Verktækni er einnig vettvangur
stjórna félaganna þriggja, VFÍ, TFÍ og SV til þess að koma nauðsynlegum upplýsingum til
félagsmanna. Sigrún S. Hafstein er ritstjóri Verktækni.
Samstarf við Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræðingafélag íslands
Nú eru rúm þrjú ár síðan rekstur sameiginlegrar skrifstofu SV, VFÍ og TFÍ hófst. Ekki er
hægt að segja annað en að markmiðin hafi náðst og gott betur. Samstarf félaganna hefur
aukist jafnt og þétt og er það góðs viti fyrir framtíðina. Starfsemin skiptist í þrjú svið:
Kjarasvið, útgáfu- og kynningarsvið og fag- og fjármálasvið. Þrúður G. Haraldsdóttir er
sviðsstjóri kjaramála, Sigrún S. Hafstein er sviðsstjóri útgáfu- og kynningarsviðs og Árni
B. Björnsson er yfir fag- og fjármálasviði og er hann jafnframt framkvæmdastjóri
félaganna.
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd (ENSÍM) starfar að endurmenntunarmálum SV,
VFI og TFÍ. Á starfsárinu voru haldnir fundir með starfsmönnum Endurmenntunar
Háskóla Islands um leiðir til að auka framboð af námskeiðum fyrir verkfræðinga og
tæknifræðinga.
Félögin hafa frá upphafi verið aðilar að Endurmenntun HÍ og eru því heiðurssamstarfs-
aðilar. í septembermánuði 2009 var skrifað undir formlegan samstarfssamning
Endurmenntunar HÍ og félaganna þriggja SV, VFÍ og TFÍ. Markmið samningsins er að
auka framboð á námskeiðum, vinna saman að kynningu þeirra og efla tengsl skrifstofu
félaganna við Endurmenntun HÍ. Þá hefur Endurmenntun boðið félagsmönnum valin
námskeið á sérstökum afsláttarkjörum.
ENSIM-nefndin vinnur að því að auka framboð af námskeiðum og eru m.a. niðurstöður
fræðslukannana hafðar til hliðsjónar. Var ein slík gerð á árinu 2010.
Samstarf við Nýsköpunarmiðstöð
Samstarfssamningur félaganna við Nýsköpunarmiðstöð, sem undirritaður var í febrúar
2009, hefur gefið góða raun. Samningurinn kveður á um aðstoð við sköpun atvinnu-
tækifæra fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga. Samningurinn varðar m.a. vinnuaðstöðu
til frumkvöðlavinnu og ýmiss konar aðstoð og stuðning. Félagsmenn hafa nýtt sér
handleiðsluviðtöl og eins hefur þeim gengið vel að fá styrki til verkefna.
Heimsóknir i skólana
Forystumenn SV og VFÍ halda á hverju ári sameiginlega kynningu fyrir fyrsta árs nema í
verkfræði og þeim sem lengra eru komnir í námi er boðið á kymiingu í Verkfræðingahúsi.
A árinu fóru einnig formenn og framkvæmdastjóri félagartna til Danmerkur og til að
kynna nemendum í verkfræði starfsemi félaganna og ræða við þau um námið og
atvinnuhorfur hér heima.
Arbók VFl/TFl 2011