Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 110
JARÐHITASKÓLI HÁSKÓLA
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Jarðhitaskólinn er rekinn samkvæmt samningi milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í
Tókýó og Orkustofnunar fyrir hönd íslenska ríkisins. Jarðhitaskólinn (JHS) sér um öll
mál sem snerta jarðhita á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ). Skólinn bætti við
sig starfsmanni á árinu. Þörfin fyrir aukirtn mannafla skýrist af auknum nemendafjölda
og fjölgun námskeiða erlendis. Arið 2010 komu um 82% af fjárframlögum til skólans frá
íslenska ríkinu (framlag í fjárlögum), en 18% sem greiðslur fyrir skólagjöld hér og
sérhönnuð námskeið erlendis.
Þrítugasta og annað starfsár JHS hófst með skólasetningu 6. maí 2010. Þá hófu 28
nemendur frá 15 löndum nám við skólann, en hafa flestir verið 22 áður. Nemendurnir
luku sex mánaða sérhæfðu námi á sjö af níu námsbrautum: efnafræði 5, forðafræði 5,
borholujarðfræði 4, umhverfisfræði 4, verkfræði 4, jarðeðlisfræði 3, og bortækni 3.
Námsbrautir í jarðfræði og borholumælingum voru ekki starfræktar þetta árið. Nemendur
frá eyríkjunum Dóminíku, Nevis og Kómoreyjum komu til náms við JHS, en þetta eru ný
samstarfslönd. Kennarar og leiðbeinendur við skólann koma frá ÍSOR, Háskóla íslands
(HÍ), rannsóknarstofnunum, verkfræðistofum og orkufyrirtækjum. Um helmingur
námsins við JHS felst í rannsóknarverkefnum og koma margir nemendur með
rannsóknargögn frá heimalöndunum sem þeir vinna úr undir leiðsögn íslenskra
sérfræðinga. Með þessu móti er námið tengt heimalöndunum.
Sautján af 28 nemendum á árinu 2010 komu með rannsóknargögn að heiman.
Frá árinu 1979 hafa 452 sérfræðingar frá 47 löndum lokið sex mánaða námi við skólann.
Nemendurnir hafa komið frá Afríku (29%), Asíu (42%), Mið-Ameríku (15%) og Austur- og
Mið- Evrópu (14%). Hlutur kvenna í náminu er sífellt að aukast. Af þeim sem útskrifast
hafa eru 81 kona (18%).
Arið 2010 voru 13 meistaranemar styrktir til náms í HÍ samkvæmt samstarfssamningi
skólanna. Níu voru í námi fyrri hluta árs, en fjórir bættust í hópinn um haustið í stað
þeirra fimm sem höfðu útskrifast fyrr á árinu. Meistaranemar JHS eru valdir úr hópi
þeirra sem áður hafa lokið sex mánaða þjálfun á íslandi og staðið sig vel, enda skilar sá
þáttur fjórðungi af þeim kröfum sem gerðar eru vegna meistaranámsins. Námið til
meistaragráðu tekur að jafnaði 18-24 mánuði. Að auki styrkir JHS tvo doktorsnema til
náms við HI sem eiga það sammerkt með meistaranemunum að hafa áður lokið sex
mánaða þjálfun við JHS ásamt meistaragráðu hér eða erlendis.
Árlegur gestafyrirlesari JHS var Dr. Roland Horne, prófessor í forðafræði við Stanford
háskóla í Kaliforníu. Hann flutti fyrirlestra dagana 30. ágúst- 3. september 2010 um forða-
fræði og prófanir á borholum. Fyrirlestrarnir voru vel sóttir enda Roland einn af virtustu
jarðhitafræðimönnum heims.
1 0 8
Arbók VFl/TFl 2011