Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 112
VEGAMÁL
Bifreiðaeign
Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru nýskráðar fólksbifreiðir 3.095 á árinu 2010 á
móti 2.211 árið áður sem er 40% aukning en algjört hrun varð í nýskráningum bifreiða
2009. Á sama tíma voru nýskráðar 28 hópferðabifreiðir á móti 8 áruýáður. Nýskráðar
vöru- og sendibifreiðir voru 272 á árinu 2010 en voru 351 árið áður og er það 22,5%
fækkun skráninga á milli ára. Alls voru nýskráð 95 mótorhjól á móti 235 árið á undan.
Bifreiðum á skrá hélt áfram að fækka og nam fækkunin hálfu prósenti frá árinu á undan
og voru um áramót skráðar 237.089 bifreiðar í landinu. Þetta hafði þau áhrif að fólks-
bifreiðaeign á hyerja 1.000 íbúa minnkaði á milli ára úr 647 í 643, samkvæmt tölum frá
Umferðarstofu. I töflunni hér að neðan má sjá þróun undanfarinna ára.
Bensíngjald
Bensínsalan 2010 nam 196,2 milljónum lítra og er það minnkun um rúmlega 12 milljónir
lítra frá árinum á undan. Samkvæmt tölum frá Ríkisbókhaldi voru innheimtar tekjur af
bensínsölunni, þ.e. bensíngjaldið, 7.272 m.kr. árið 2010. Það er 72 m.kr. meira en tekjuspá
fjárlaga gerði ráð fyrir.
Vegna fækkunar bifreiða á skrá hefur bensínbifreiðum aðeins fjölgað um 1,7% sl. fimm ár
og sala á bensíni er 2% minni en hún var árið 2005. Á sama tíma hefur díselbifreiðum
fjölgað um tæp 43%.
Bensíngjald var 37,07 kr./l á árinu 2010 en 1. janúar 2011 var það hækkað í 38,55 kr./l. í
ársbyrjun 2010 kostaði lítrinn af 95 okt. bensíni 194,80 kr. frá dælu á bensínstöð með fullri
þjónustu. Verðið hélt áfram að hækka fram yfir miðjan maí og var þá komið í 214,90 kr./k
Nokkur lækkun varð á verðinu fram í september þegar það tók að stíga á ný og endaði í
213,70 kr./l um áramótin. Verðhækkun milli áramóta mælist 10,7%. Meðalverð ársins er
rúmlega 206 kr./l.
Þungaskattur
Á árinu voru innheimtar tekjur af þungaskatti alls tæplega 691 m.kr. í fjárlögum og
fjáraukalögum var gert ráð fyrir 710 m.kr. þannig að það vantaði um 20 m.kr. upp á að
áætlunin stæðist. Skatturinn er í formi km-gjalds og er aðeins lagður á bifreiðar sem eru
yfir 10 tonn að leyfðum heildarþunga. Á árinu 2010 var gjald fyrir bíl í léttasta flokki, þ.e-
10-11 tonn 0,26 kr./km. Það var hækkað 1. janúar 2011 í 0,27 kr./km. Gjaldið fer
stighækkandi og var hæsta gjald 2010 11,60 kr./km í flokki bifreiða sem eru 31 tonn og
yfir að leyfðum heildarþunga. Það hækkaði í 12,06 kr./km 1. janúar 2011.
1 1 o
Arbók VFl/TFl 2011