Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 150
Flugtak á Reykjavíkurflugvelli.
(Ljósm.Odd Stefan Þórisson)
Með hverju er haft eftirlit?
Flugöryggi er sá þáttur sem er lang umfangsmestur í eftirliti stofnunarinnar eða í kringum
80% af eftirlitinu. Það auðveldar eftirlitið að það er nánast ekkert unnt að gera í flugi án
þess að hafa til þess heimild. Þær heimildir fást hjá stofnuninni og verður heimildar-
leitandi að geta sýnt fram á að hann uppfylli tilteknar kröfur til að geta fengið heimildina
hvort sem það varðar tiltekið og sérhæft starf í fluggeiranum, eða rekstur flugleiðsögu-
þjónustu, flugvalla, flugfélags eða viðhaldsstöðvar.
Flugvernd er allnokkur þáttur í eftirliti stofnunarinnar, um 15%, og fer vaxandi. Fylgst er
með því að flugverndarráðstafanir séu fullnægjandi hjá rekstraraðilum flugvalla, flug-
rekendum og vottuðum flutningsaðilum. Með því er átt við að þessir aðilar geri við-
eigandi ráðstafanir til að hindra að utanaðkomandi aðilar geti valdið skaða á loftfari á
flugi. Rekstraraðilar verða að hafa fengið sérstaka vottun á starfsemi sina vegna
flugverndar.
Almennt eftirlit með loftferðum er eftirlit sem er ekki beint tengt vottun eða leyfum heldur
að viðkomandi fari að almennum reglum um loftferðir. Af slíku eftirliti fer mestur tíminn
í eftirlit með að farþegar fái eðlilega úrlausn sinna mála ef tafir verða á flugi eða það er
fellt niður, svo og er fylgst með að réttindi fatlaðra og hreyfihamlaða séu virt. Ennfremur
er fylgst að nokkru með notkun loftrýmis og að eftir flugreglum sé farið.
Dæmi um þá sem fylgst er með: Flugleiðsöguveitendur, flugrekendur, flugskólar,
viðhaldsstöðvar, viðhaldsstjórnunarfyrirtæki, erlendir flugrekendur með viðkomu
hérlendis, flugvallarekendur, flugliðar og flugumferðarstjórar.
Hins vegar er ekki fylgst með almennum þjónustugæðum rekstraraðila í flugi eða flug-
leiðsöguaðila, eins og hve þægileg og kurteis flugleiðsagan er, hve vel tímaáætlanir
flugrekenda standast, tíma sem tekur að innrita farþega, þjónustu um borð o.s.frv.
Aðferðafræðin - tilkynningar
Þegar kveðið er á í lögum eða reglugerðum um tiltekna hegðun eða réttindi varðandi
loftferðir og viðkomandi þarf ekki og hefur ekki sérstakt leyfi eða heimild frá stofnuninni
er í raun ekki um að ræða skoðanir eða úttektir af hálfu stofnunarinnar. Hér reiðir
stofnunin sig nær eingöngu á tilkynningar eða kvartanir frá almenningi eða hugsanlega
rekstraraðilum í flugi eins og flugvöllum eða flugleiðsöguþjónustu.