Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 161
Vísar og umhverfisvöktun
Heilmikið vinnst með því að vinna sviðsmyndir, það er að segja að fara í gegnum sjálft
sviðsmyndaferlið. Ferlið er sterkur vettvangur umræðna og skoðanaskipta sem stýrt er í
gegnu m markvissan farveg (Ólafur Jónsson, 2011). Nefna má í því sambandi að ólík
viðhorf koma fram sem oftar en ekki kveikja á ólíkum lausnum. Hins vegar skila sjálfar
sviðsmyndirnar, sem eru lokaafurð slíkra verkefna, mestu. Mikilvægt er að nota þær við
öiat á stefnu- og fjárfestingarkostum eða við hvers kyns ákvarðanatöku. Einnig er
nauðsynlegt að nota þær við að átta sig á þróun mála á umræddu sviði. Þannig eru oft
skilgreindar vísbendingar eða kennileiti sem notendur geta fylgst með til að átta sig á
almennri þróun á mörkuðum eða á einstaka sviðum, svo sem á sviði tækniþróunar.
Mörg fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér sviðsmyndir sem önnur fyrirtæki eða alþjóða-
stofnanir setja fram til að styðjast við og eru gefnar út fyrir almennan markað. Þannig er
þróunarfyrirtækið Siemens AG þekkt fyrir útgáfu sinna sviðsmynda. Einnig eru sviðs-
myndir sem Shell gefur út á fimm ára fresti áhugaverðar. Sjá shell.com/scenarios. Nefna
má einnig sviðsmyndir Alþjóða efnahagsráðsins (e. World Economic Forum) um þróun
cinstakra málaflokka á alþjóðavísu.
Að standa andspænis áhættu
í skýrslunni Áhættuþættir á heimsvísu, sem tilgreind var hér í byrjun greinar, koma fram
margvíslegar ögranir og tækifæri undir þeim áhættuþáttum sem fjallað hefur verið um.
Ábyrgir stjórnarmenn og stjórnmálamenn þurfa að meta þróun þessara þátta og áhrif
þeirra og vinna að úrræðum á landsvísu gagnvart einstaka atvinnugreinum eða
fyrirtækjum og stofnunum. Til þess þarf að framlengja slíka vinnu og gera sér grein fyrir
hugsanlegri þróun, rneðal annars með notkun sviðsmynda til að hindra ógn og nýta
tækifæri.
„Það er mun betra að sjá fram á við án vissu en að sjá alls ekki fram á neitt".
Henri Poincare.
Heimildir
[1 ] Applying Technology Convergence for Innovation in Nordic regions. 2009. Peter Bjorn Larsen, Leif Jakobsen.Toni Ahlqvist,
Minna Halonen og Karl Friðriksson. Norræni Nýsköpunarsjóðurinn.
t2] Áhættuþættirá heimsvísu. Samantekt úr skýrslu World Economic Forum.2011.Þýðing og samantekt Bragi Þorfinnsson.
Umsjón og ritstýring Karl Friðriksson.Nýsköpunarmiðstöð Islands.
13] Eiríkur Ingólfsson, Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson. 2007. Framtiðin. Frá óvissu til árangurs. Notkun sviðsmynda við
stefnumótun. Nýsköpunarmiðstöð Islands.
14] Horft til framtlðar. Sviðsmyndir fyrir Island 2025. 2009. Unnið fyrir 20/20 Sóknaráætlun Islands. Nýsköpunarmiðstöð
Islands og Netspor ehf.
15] ólafur Jónsson. 2011. Hugsað fyrir horn. Notkun sviðsmynda við stefnumótun fyrirtækja. MS-ritgerð í stjórnun og
stefnumótun.Háskóli Islands.
16] Reykjanesárið2020. Óiikar sviðsmyndir um framtið Reykjanessognágrennisþessáriö 2020.2008. Umsjónsviðsmyndavinnu
Netspor ehf. KADECO, Þróunarfélag Keflavlkurflugvallar.
17] Stefna til ársins 2012. Sviðsmyndir tilársins 2021. 2008. Nýsköpunarmiðstöð (slands.
[8] Stjórnun vöruþróunar. Aðferðir til árangurs. 2009. Gréta María Grétarsdóttir, Helgi Þór Ingason og Karl Friðriksson.
Nýsköpunarmiðstöð (slands.
[9] Sveitaiif2025. Ólikar sviðsmyndir um hugsanlega framtið islensks dreifbýlis. 2007. Unnið af Netspor og Iðntæknistofnun.
Landbúnaðarráðuneytið.
110] l/d - öryggi og oröspor. Eldgos á Suðurlandi. Undanfari hvers? 2009. Unnið fyrir Ferðamálastofu. Nýsköpunarmiðstöð
Islands og Netspor ehf.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 5 9