Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 171
j^eð þessum spurningum er besti og umhverfisvænsti kosturinn notaður við hönnun
bflsins. Þetta er ólíkt því sem viðgengst á hönnunarstofum þar sem einungis er horft til
virkni og kostnaðar. Tilgangur þessa ferils er að fá verkfræðinga til að hugsa um hönnun
sína í stærra samhengi.
Bflatölvurnar og stýringarnar, sem lið HÍ þróaði á síðasta ári, verða þróaðar áfram og
netrumbættar.
Létt, sterk og ódýr efni eru nauðsynleg í smíði rafbíla. Mörg ný og spennandi efni er verið
að skoða við gerð bílsins, t.d. basalttrefjar sem hægt er að framleiða á íslandi. Þær sýna
sömu eiginleika og koltrefjaplast en hafa þann kost að hægt er að endurvinna þær.
Tilgangur verkefnisins er að nemendur öðlist dýrmæta reynslu og þekkingu sem gerir þá
að hæfari starfskröftum fyrir vikið. Metnaðarfullt verkefni sem þetta skapar ekki einungis
eftirsótta starfskrafta, heldur aflar verkfræðinemum þeirra tóla sem þarf til að hanna og
smíða. Það veitir þeim frumkvæðið og sjálfstraustið sem þarf til að taka hugmynd og gera
hana að veruleika.
Hönnunarkeppni véla- og
'ðnaðarverkfræðinema
Leppnin var haldin í 21. skipti þann
“L febrúar 2011 í Háskólabíói. Alls
skráðu sig 19 lið til leiks og mikil
stemning var í salnum meðan á
keppni stóð. RÚV gerði sjónvarpsþátt
Urn keppnina. Sú nýbreytni var að
tæki kepptu hvert við annað í stað
þess að leysa ákveðnar þrautir.
Við merki tímavarðar ræstu kepp-
endur tækin og kepptust þau um að
ná teningi eða henda hinu tækinu út
af borðinu. Það lið sigraði sem annað-
hvort náði teningnum eða fleygði
hinu tækinu út af borðinu.
Tækin voru ýmsum skilyrðum háð og máttu þau ekki vera stærri en 40*40*40 cm, máttu
ekki vera fjarstýrð, máttu ekki fljúga, ekki skilja fasta hluti eftir á borðinu og ekki skaða
hrautina, keppendur eða áhorfendur. Keppnin var haldin í Háskólabíó líkt og áður.
Undirbúningsnefnd skipuðu þau Kristján Eldjárn Kristjánsson, Ragna Fanney Hlífarsdóttir
°g Þorsteinn Helgason. Heiðursgestur var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar-
’nálaráðherra. Sigurliðið kallaðist „Tveir harðir" en í því voru þeir Saulius Genutis, nemi
' hyggingarverkfræði við Háskóla íslands, og Jón Björgvin Jónsson úr Véltækniskólanum.
°ómnefnd skipuðu þau Fjóla Jónsdóttir, dósent við Ivt deild, Vilhjálmur Sigurjónsson
iæknimaður við Ivt deild og Ólafur Pétur Pálsson forseti Ivt deildar.
FLL hönnunarkeppnin
Verkfræðideildir Háskóla íslands hafa um sjö ára skeið haldið FLL hönnunarkeppnina
yrir börn á aldrinum 9-15 ára. FLL stendur fyrir First Lego League. Markmiðið með
heppninni er að vekja áhuga grunnskólanema á vísindum og tækni ásamt því að byggja
UPP sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Hugmyndafræði keppninnar er að nemendur
a‘r' að vinna saman og taka þátt í nýsköpun og framleiðslu á einhvers konar tæki sem
gagnast samfélaginu. A hverju ári er keppninni valið ákveðið þema og er rannsóknar-
verkefnið unnið í samræmi við það.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 1 6 9