Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 172
Frumurnar frá Hornafirði
Þátttökuliðin eru dæmd á nokkrum
sviðum: lausn í þrautabraut, hönnun
og forritun vélmenna, rannsóknar-
verkefni, liðsheild, ferilskráning og
besta skemmtiatriðið. Aðalviður-
kenninguna, FLL meistarar 2010,
hlaut það lið sem hafði flest stig í
öllum framangreindum þáttum-
Þeirri viðurkenningu fylgdi réttur til
þátttöku í Evrópumóti FLL sem fram
fer í maí ár hvert. Að þessu sinni
unnu Frumurnar frá Hornafirði.
Liðstjóri var Eiríkur Hansson. Liðið
tók þátt í FLL Evrópukeppninni í
Delft í Hollandi. Því gekk vel í
keppninni og mynduðust tengsl við
aðra keppendur víðs vegar að.
FLL er samstarfsverkefni FIRST (For Inspiration and Recognition of Science and
Technology) og LEGO. Keppnin er alþjóðleg og hefur slegið í gegn, bæði vestan hafs og
austan. Alþjóðleg vefsíða First Lego League er á slóðinni www.firstlegoleague.org en slóð
íslensku keppninnar er www.firstlego.is.
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla íslands hýsir keppnina og leggur til starfs-
mann til daglegrar umsýslu auk þess að hafa umsjón með vefsíðu keppninnar. Helstu
samstarfsaðilar að þessu sinni voru Barnasmiðjan, Keilir og Kadeco þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar. Verkfræðingafélag íslands var einn af bakhjörlum keppninnar.
Af verkfræðideildum
Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild (IVT) hefur nú verið starfrækt í
rúmt tvö og hálft ár, en hún varð til við skipulagsbreytingar Háskóla íslands sumarið 2008
þegar véla- og iðnaðarverkfræðiskor og tölvunarfræðiskor voru sameinaðar. Deildin
hefur átt því láni að fagna að mikil
aðsókn hefur verið að því námi sem
hér er í boði og stunda nú um 540
nemendur BS-nám við deildina og
brautskráðust tæplega áttatíu
kandídatar með BS-gráðu árið 2010
og voru það um tuttugu fleiri en árið
á undan. Mikil sókn er einnig •
meistaranám við deildina og stunda
rétt rúmlega tvö hundruð manns
meistaranám af sjö mismunandi
námsleiðum, iðnaðarverkfræði, véla-
verkfræði, tölvunarfræði, fjármála-
verkfræði, hugbúnaðarverkfræði,
reikniverkfræði og verkefnastjórnun.
Rúmlega fimmtíu brautskráðust með
meistaragráðu í þessum greinum,
langflestir með meistaragráðu í verk-
Frá námskynningu ITV 2010. Sjá má grind af bíl Formula Student
hópsins.
1 7 0 | Arbók VFl/TFl 2011