Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 175
!00 ára afmæli Háskóla Islands og afmælismánuður VoN
Háskóli íslands var stofnaður árið 1911 og fagnaði því 100 ára afmæli árið 2011.
Eins og áður var getið fékk hvert fræðasvið Háskólans úthlutað einum mánuði fyrir sína
viðburði. Verkfræði- og náttúruvísindasvið hélt upp á afmælið í apríl. Stjórn sviðsins
skipaði afmælisnefnd þar sem hver deild átti sinn fulltrúa ásamt tveimur fulltrúum
stoðþjónustu. Akveðið var að tvær deildir skyldu sameinast um hverja viku í apríl
ff'ánuði, fyrir utan páskavikuna. Margir spennandi viðburðir voru haldnir og fjöldi gesta
Oeirnsótti skólann á opnum húsum og málfundum.
jHeðal viðburða hjá verkfræðideildum var: Verk- og tölvunarfræðidagur unga fólksins,
Þann 18. apríl þar sem nemendum úr grunnskólum var boðið í heimsókn í tilrauna-
húsnæði verkfræðideilda. Haldin var ráðstefna þann 19. apríl í samvinnu við GEORG
alþjóðlegan rannsóknarklasa í jarðhita. í samvinnu við Verkfræðingafélag íslands var
haldin ráðstefna er nefndist Staða verkfræðinga í vistfræðilegum heimi, þar sem aðalfyrir-
lesari var Peter Head. Einnig voru fjórir íslenskir verkfræðingar með framlög um stöðu
ntála hér á landi. Þeir voru:
1. Menntun framtíðarverkfræðinga á íslandi, Hrund Andradóttir dósent
2. Byggt umhverfi; sjálfbærni í samgöngum og húsagerð, Björn Marteinsson dósent
3. Tækifæri í framleiðslu og nýtingu orku, Magni Þór Pálsson dósent
4. Framtíð í úrgangsstjórnun, Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri hjá
umhverfissviði Reykjavíkurborgar
Heiðursfyrirlesari dagsins var Peter Head frá verkfræðifyrirtækinu
Arup. Fyrirtækið er heimsþekkt fyrir sterka stefnu um samfélags-
ábyrgð. Peter Head flutti fyrirlestur undir titlinum Staða verk-
fræðinga í vistfræðilegum heimi. Þessi fyrirlestur er hluti af Brunel-
fyrirlestrum Verkfræðistofnunar Bretlands. Undirfyrirsögn fyrir-
lesturs Peters nefndist Byrjun vistaldar: Hlutverk verkfræðingsins.
H>r kemst hann að þeirri niðurstöðu að mannkynið eigi sér enga
framtíð nema jörðin sé heilbrigð.
I’eter Head vísar til 10 meginreglna lífhermunar (biomimicry) sem
geta leitt til lausna fyrir sjálfbæra hönnun. Hann telur að við
getum breytt lífsmáta okkar til sjálfbærni á næstu áratugum og á
sama tíma leyft mannkyninu að þróast og fjölga sér á meðan við
aðlögumst áhrifum loftslagsbreytinga. Ef rétt er að málum staðið
mun vistöld árið 2050 hafa 80% af C02 útblæstri ársins 1990,
yistfótspor hvers jarðarbúa verður 1,44 jarðhektarar (er nú 5,4
jarðhektarar á mann í Bretlandi en er 56 jarðhektarar á mann fyrir
Island ef ekki er tekið tillit til sérstöðu íslands hvað orku og
sjávarútveg varðar; ísland er því neyslufrekasta þjóð í heimi).
Peter telur einnig að með þessari aðlögun muni þróunarstuðull
mannsins hækka (human development index).
Beter Head bendir einnig á breytingar sem eru nauðsynlegar fyrir fjögur kerfi á alheims-
vísu: samgöngukerfi, vatns- og úrgangskerfi, orkukerfi auk matar- og tjáskiptakerfa.
Oll eru kerfin tengd og mynda hringrásir sem tengja saman umhverfi, hagfræðilega og
Þjóðfélagslega afkomu mismunandi hluta byggða þannig að breytingar á hönnun eins
geti lyft undir önnur. Þróun allra þessara kerfa er undir sköpunargáfu verkfræðinga
komin. Því er þáttur verkfræðinga í að mannkyn geti lifað af 21. öldina mjög mikilvægur.
1 tilefni þess að Háskóli íslands varð hlutskarpastur þriggja norrænna háskóla í
samkeppni um að starfrækja ofurtölvuver var haldin samnorræn ráðstefna um ofurtölvur
Peter Head var heiðursfyrir-
lesari á 100 ára afmæli Hi.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 1 7 3