Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 190
Nauðsyn endurskoðunar skipulags Sundahafnar
Nokkur atriði leiða til þess að endurskoða þarf aðalskipulag Sundahafnar og setja
deiliskipulag þar sem slíkt er ekki fyrir hendi.
a) Síðastliðin ár hefur verið gert ráð fyrir nokkrum leiðum Sundabrautar í
aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Ekki hefur verið tekin afstaða hver þessara leiða
verður fyrir valinu. Ljóst er þó að leið 1, sem liggur nánast um miðbik
Sundahafnasvæðisins myndi skerða verulega starfsemi og þróunarmöguleika í
Sundahöfn. A meðan þessi leið er tilgreind í aðalskipulagi kemur það í veg fyrir
frekari deiliskipulagningu og þróun, sem orðin er brýn í ljósi landþróunar á
svæðinu.
b) Stálþil í Vatnagörðum er orðið um 40 ára gamalt. Nauðsynlegt er að byggja nýja
viðlegubakka utar þar sem djúpristari og stærri skip geta lagst að. Því er
skynsamlegt að lengja Skarfabakka þvert yfir Vatnagarða. Til lengri tíma yrði
viðlegubakki utan Klepps tengdur Vogabakka.
c) Með stækkun skipa, aukinni djúpristu, auknum fjölda gáma og auknum hraða í
flutningum er brýn þörf fyrir aukinni dýpt baklands hafnarbakka.
d) Á nýrri landfyllingu utan Klepps þarf að koma fyrir lóða-, vega og lagnaskipulagi
sem gerir ráð fyrir nauðsynlegri stoðþjónustu við starfsemina í Sundahöfn.
e) Mikilvægt er að huga að framtíðarnýtingu Kleppslóðar og markvissri landnotkun.
f) I Ijósi þeirra annmarka, varðandi umferðarmál á svæðinu, er gerð tillaga um að
sameina vegtengingu við Sægarða við nýja vegtengingu sem yrði megin
þungaaksturleið frá farmstöðvum í Sundahöfn upp á Sæbraut. Með því að fallist
verði á þá tillögu að fella Sundabrautarleið nr. 1 niður væri í raun verið að draga
úr skipulagsáformum og framtíðar umferðarþunga á því svæði, létta á þunga-
umferð um Holtaveg og Kleppsmýrarveg og tryggja örugga og greiða leið að
farmstöðvunum í Sundahöfn.
g) í aðalskipulagi og deiliskipulagi er mikilvægt að skoða möguleika á
þjónustustarfsemi í tengslum við innflutning á bifreiðum, sem myndi leiða til betri
nýtingar lands og minni flutninga bifreiða út af svæðinu fyrir skráningu þeirra.
h) Við gerð deiliskipulags á nýrri landfyllingu utan Klepps þarf að skilgreina lóðir og
starfsemi, m.a. hvort áhugavert sé að gera ráð fyrir svæði undir sameiginlega
losun og lestun skipa.
Losun og lestun flutningaskipa í Sundahöfn
Sem kunnugt er starfa tvö skipafélög í Sundahöfn og hafa gert frá upphafi. Nokkur
vegalengd er á milli fyrirtækjanna og því byggðist aðstaða þeirra upp sitt í hvoru lagi.
Eimskipafélag íslands hf. er með sína aðstöðu á 32 ha. farmstöð við Vatnagarða og eru
viðlegubakka þar alls 600 metrar. Samskip ehf. er með aðstöðu sína við Vogabakka í 22 ha.
farmstöð og hafa aðgang að 570 metra viðlegubakka. Árið 2007 þegar innflutningur var í
hámarki má segja að athafnasvæði félaganna hafi náð saman í skammtímaleigusvæðum,
sem nýtt voru undir gáma og bifreiðar.
Helstu kennitölur í umsvifum Eimskipa og Samskipa eru eftirfarandi:
• í dag eru Eimskip og Samskip að hífa samtals um 160.000 TEU á ári, en var mest
um 250.000 TEU árið 2007. Meðaltal áranna 2000-2009 er um 220.000 TEU.
• Samskip hf. eru með þrjú skip í föstum áætlunarsiglingum milli íslands og
Evrópu, þau Arnarfell, Helgafell og E1 Bravo. Að auki segir á heimasíðu
fyrirtækisins að það sé með 36 gámaskip í föstum áætlunarsiglingum og 15 skip
1 8 8
Arbók VFl/TFl 2011