Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 196
Nemendur I heilbrigðisverkfræði og íþróttafræði vinna saman að
rannsóknum í hreyfifræði mannslíkamans. Hér eru nemar I
meistaranámi að mæla súrefnisupptöku.
Kafbátalið tækni- og verkfræðideildar tók öðru sinni þátt í
háskólakeppni bandaríska sjóhersins (San Diego i Kaliforníu í júli
2011, lenti (fjórða sæti og skaut þar mörgum vel þekktum
háskólum ref fyrir rass. Kafbáturinn FREYJA var hannaður og
smíðaður í námskeiðum tækni- og verkfræðideildar skólaárlð
2010-11. Verkefnið hlaut veglegan styrk úr The Fund for Innovation
in Public Diplomacy en hér er sendiherra Bandaríkjanna, Luis
Arreaga.að afhenda styrkinn.
Tilraunastofa í iðustreymi. Háhraðamyndavél nemur hreyfingar
örsmárra agna í iðustreymi fyrir tilstuðlan öflugs Laser-geisla.
Tilrauninni er meðal annars ætlað að varpa Ijósi á árekstrartíðni og
vöxt regndropa í skýjum.
að útskrifaðir nemendur séu vel undirbúnir til
þátttöku í atvinnulífinu. Áhersla er lögð á að
nemendur vinni hagnýt, raunhæf verkefni sem
byggjast m.a. á þekkingu kennara úr atvinnulífinu,
enda hafa flestir kennaranna mikla starfsreynslu
við hönnun, framleiðslu eða framkvæmdir.
Nú stunda um 190 nemendur meistaranám við
Tækni- og verkfræðideild. Allt nám til MSc-gráðu
er 120 ECTS einingar, þar af er meistaraverkefni
ýmist 30 eða 60 ECTS. Námsbrautir í meistaranámi
eru fjölbreyttar og spanna helstu áherslusvið deild-
arinnar. I byggingarverkfræði er boðið upp á
sérhæfingu í framkvæmdastjórnun, mannvirkja-
hönnun, steinsteyputækni eða umferð og skipulagi-
Á byggingarsviði er einnig í boði meistaranám í
framkvæmdastjórnun og í skipulagsfræðum og
útskrifuðust fyrstu nemendur með MSc-gráðu í
skipulagsfræðum frá HR í júní 2011. Á fjármála- og
rekstrarsviði er boðið upp á nám til MSc-gráðu í
rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði, auk meist-
aranáms í verkefnastjórnun til MPM-gráðu. Á heil-
brigðissviði er boðið upp á meistaranám í heil-
brigðisverkfræði, lífupplýsingafræði og íþrótta-
fræði. Á véla- og rafmagnssviði er boðið upp á nám
til MSc-gráðu í vélaverkfræði og rafmagnsverkfræði.
Auk þess er boðið upp á meistaranám í sjálfbærum
orkuvísindum (REYST = Reykjavik Energy
Graduate School of Sustainable Systems), en sú
námsbraut er samstarfsverkefni Háskólans í
Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og ISOR.
Iðnfræði til Diplomagráðu er kennd í fjarnámi. Um
er að ræða hagnýtt nám á háskólastigi sem styrkir
stöðu nemenda á vinnumarkaði og gerir þá hæfari
til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. Námið
skiptist í þrjú svið: byggingariðnfræði, véliðnfræði
og rafiðnfræði. Að loknu iðnfræðinámi er boðið
upp á 30 ECTS eininga nám í rekstrariðnfræði.
Byggingafræði til BSc-gráðu er kennd sem fram-
hald af byggingariðnfræði. Fyrstu nemendur með
BSc-gráðu í byggingafræði frá HR útskrifuðust í
júní 2011.
Á árinu 2010 útskrifuðust alls 215 nemendur frá
Tækni- og verkfræðideild, þar af 100 með BSc-
gráðu í verkfræði, 35 með BSc-gráðu í tæknifræði,
65 með Diplóma-gráðu í iðnfræði og 15 með MSc-
gráðu í verkfræði.
Kennsluhættir - CDIO og Hamfaravika
Tækni- og verkfræðideild hefur nýverið fengið
aðild að alþjóðlegum samtökum háskóla um gæði
og kennsluhætti í tækninámi (CDIO = conceive-
design-implement-operate). Markmið CDIO er að
1941 Arbók VFl/TFl 2011