Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 197
Wiðla sterkri fræðilegri undirstöðu tæknináms í
samhengi við verkfræðilega sköpun; frá hugmynd,
hönnun og framkvæmd yfir í rekstur. Þetta gerir
kröfur til aukinnar áherslu á verklega kennslu og
fnun skila hæfari sérfræðingum út í atvinnulífið.
Með þessu vill HR laða breiðari hóp nenrenda að
tækninámi, efla og viðhalda áhuga þeirra og minnka
brottfall án þess að slegið sé af kröfurn.
Stofnaðilar CDIO-samtakanna voru fjórir háskólar;
MlT í Bandaríkjunum og sænsku háskólarnir
Chalmers, KTH og Linköping. Nú eiga yfir 74
háskólar í 25 löndum aðild að samtökunum og
skiptast á hugmyndum um hvernig megi vinna
saman að því að þróa og bæta nám í tæknigreinum.
I Tækni- og verkfræðideild hefur alla tíð verið lögð
áhersla á hagnýtan þátt námsins og lausn raunhæfra
verkefna. Verkleg kennsla hefur verið efld á undan-
förnum árum og aðstaða til verklegrar kennslu tók
stakkaskiptum þegar skólinn flutti í nýtt húsnæði
við Nauthólsvík í ársbyrjun 2010, en það má alltaf
gera betur. Nú er unnið að því að rýna námsbrautir
deildarinnar í tæknifræði og verkfræði með það að
markmiði að innleiða hugmyndafræði CDIO til að
auka gæði námsins.
I BSc-námi í verkfræði og tæknifræði hefur verið
innleidd „Hamfaravika" á miðri haustönn. Mark-
miðið er að efla nemendur í verkfræðilegum vinnu-
brögðum og verkefnalausnum þar sem nemendur
vinna að lausn raunhæfs verkefnis. I upphafi
„Hamfaraviku" í október sl. fengu nemendur frétt
um að eldgos væri hafið í Reykjafelli í Henglinum,
hraun dreifðist um Hellisheiði og stefndi í átt að
Reykjavík. í verkefninu búa nemendur til áætlun
um hvernig eigi að bregðast við og skipta þau með
sér verkum eftir námsbrautum. Nemendur í heil-
brigðisverkfræði fjölluðu um það álag sem fylgir
hamförum, bæði andlegt og líkamlegt. Nemendur í
vél- og orkutæknifræði fjölluðu um áhrif gossins á
orkudreifingu, m.a. um forgangsröðun orku til
almennings og til orkufreks iðnaðar. í rekstrar- og
fjármálaverkfræði var fjallað um rýmingu ef til
kæmi, skipulag og flutningsleiðir. I rafmagns-,
iðnaðar- og byggingartæknifræði fjölluðu nem-
endur um öryggismál. Hátækni- og hugbúnaðar-
verkfræðinemar fjölluðu um öflun og dreifingu
upplýsinga, notkunarmöguleika netsins og útvarps,
svo dæmi séu tekin. Samhliða verkefnavinnu
nemenda flytja sérfræðingar fyrirlestra. í lok
„Hamfaraviku" kynna nemendur lausnir sínar og
bera saman, enda fjölbreyttar lausnir sem koma
fram í svo stórum hópi, þar sem nemendur vinna
mjög sjálfstætt og afla sjálfir allra gagna.
Tækni- og verkfræðideild leggur mikið upp úr verklegri kennslu.
Aðstaða til verklegrar kennslu tók stakkaskiptum þegar skólinn
flutti í Nauthólsvík. Það er ómetanleg lyftistöng fyrir námið að hafa
alla aðstöðu undir einu þaki.
Fjörutíu ár eru frá því að fyrstu tæknifræðingarnir útskrifuðust á
íslandi, frá Tækniskóla íslands árið 1971.Byggingartæknifræðingar
úr 40 ára útskriftarárgangnum voru heiðursgestir áTæknidegi í maí
2011, ásamt fyrrum kennurum. Kapparnir á myndinni eiga langan
kennsluferil að baki.
Orkuskólinn REYST er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík,
Orkuveitu Reykjavíkur og ÍSOR. Nemendur fara í vettvangsferðir til
að kynnast endurnýjanlegum orkugjöfum t.d. virkjun jarðvarma
og fallvatna.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 1 9 5