Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 198
Rannsóknir og doktorsnám
Rannsóknir eru mikilvægur þáttur í starfsemi háskóla sem
undirstaða kennslu og til sjálfstæðrar þekkingarleitar-
Mikil áhersla er lögð á uppbyggingu rannsókna við Tækni-
og verkfræðideild og á síðustu misserum hafa fjölmargir
nýir akademískir starfsmenn hafið störf við deildina, bæði
innlendir og erlendir. Margir þessara starfsmanna eru af
erlendu bergi brotnir og alþjóðleg áhrif eru því mikil irtnan
deildarinnar. Rannsóknir eru unnar í samstarfi við ýmsa
aðila innan Háskólans í Reykjavík, við aðra háskóla á
Islandi og erlendis og við innlendar og erlendar rann-
sóknarstofnanir og fyrirtæki.
I júlí 2010 veitti menntamálaráðuneytið Tækni- og verk-
fræðideild HR leyfi til að taka upp doktorsnám. Þetta var
stór áfangi fyrir deildina og að vissu leyti síðasti áfanginn
í uppbyggingu hennar, en doktorsnám er nauðsynlegt í
rannsóknarumhverfi eins og því sem byggt hefur verið upp við deildina. Fyrsti doktors-
neminn útskrifaðist í júní 2011, en nú stunda 11 nemendur doktorsnám við deildina.
Vindgöng voru hönnuð og smíðuð í námskeiði í vél- og
orkutæknifræði vorið 2011 og eru nú notuð við kennslu
og rannsóknir í deildinni.
Á árinu 2010 voru birtingar starfsmanna Tækni- og verkfræðideildar á ritrýndum
vettvangi alls 166 og höfðu aukist um 15% frá árinu á undan. Rannsóknarstyrkir úr
íslenskum samkeppnissjóðum til starfsmanna Tækni- og verkfræðideildar námu alls 66
milljónum króna á árinu 2010, sem er um 10% aukning miðað við árið á undan.
Tengsl við atvinnulíf
Háskólinn í Reykjavík er í eigu íslensks atvinnulífs og rík áhersla er lögð á tengsl við
atvinnulífið í starfsemi Tækni- og verkfræðideildar. Fjölmörg rannsóknarverkefni eru
unnin í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir og hefur deildin gjarnan tekið þátt í stofnun
sprotafyrirtækja sem tengjast nýsköpunar- og þróunarverkefnum. Við deildina kenna yfir
100 stundakennarar úr atvinnulífinu, auk þeirra fjölmörgu sem koma að leiðsögn
nemenda við verkefnavinnu. I BSc-verkfræði býðst nemendum á lokaári að stunda
starfsnám hjá fyrirtæki sem ígildi valnámskeiðs. I BSc-tæknifræði vinna nemendur að
lokaverkefni í heila önn, í langflestum tilfellum í samstarfi við fyrirtæki. Við uppbyggingu
meistara- og doktorsnáms er gert ráð fyrir þátttöku nemenda í umfangsmiklum verk-
efnum sem oft eru unnin í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir eða aðra háskóla.
Öflug háskóladeild kveður farsælan deildarforseta
Tækni- og verkfræðideild hefur verið í örri uppbyggingu síðastliðin ár með aukinni
áherslu Háskólans í Reykjavík á tæknimenntun. Til viðbótar þeim námsbrautum sem
áður voru við Tækniskóla íslands og síðar Tækniháskóla íslands hefur verið byggt upp
nám í verkfræði til BSc-, MSc- og PhD-gráðu. Gunnar Guðni Tómasson tók við starfi
deildarforseta á miðju ári 2007 og leiddi deildina á tímum gríðarlegrar uppbyggingar, en
hann hefur nýverið látið af störfum. Það má sannarlega segja að Gunnar Guðni hafi skilað
Háskólanum í Reykjavík góðu búi, hvort sem litið er til uppbyggingar námsbrauta,
rannsókna, samstarfs við íslenskt atvinnulíf eða samstarfs við erlenda háskóla sem hann
hefur stofnað til. Framtíðin er björt fyrir Tækni- og verkfræðideild HR og fyrir nýjan
deildarforseta, sem mun væntanlega taka til starfa í ársbyrjun 2012.
Rektor Háskólans í Reykjavík er Dr. Ari Kristinn Jónsson
Starfandi forscti Tækni- og verkfræðideildar er Ingunn Sæmundsdóttir verkfræðingur
1 9 6 | Arbók VFf/TFf 2011