Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 202
árum gert að senda út reikninga byggða á
raunnotkun og tíðari álestrum. Þótti því heppilegt
að skoða nýjar leiðir í vali á mælabúnaði fyrir þessi
bæjarfélög og þá bæði fyrir hitaveitu og rafveitu.
Alls eru þar um 2400 mælar, 1053 hitaveitumælar og
1445 raforkumælar, sem samsvara um 88% af
hitaveitumælum fyrirtækisins og 3,4% af raforku-
mælum.
Þessi lausn við álestur gefur RARIK tækifæri til að
öðlast reynslu af rekstri fjarálestrakerfis hjá smærri
notendum sem nýta má á öðrum svæðum hjá
RARIK, til dæmis í sumarhúsahverfum í dreifbýli
og þéttbýli, sem og í veitustöðum sem eru ekki í
alfaraleið. Fjarálestur má nýta til kerfisathugana,
svo sem til mælinga á orkutöpum í hita- og
rafveitum, til mælinga á leka í hitaveitukerfum og
til mælinga á afhendingargæðum (spennugæðum
og hitastigi), svo eitthvað sé nefnt.
Aðstæður í húsveitum í þessum bæjarfélögum krefjast þess að samskipti við hita veitumæla
verða að vera þráðlaus og þeir drifnir af rafhlöðum. Þetta stafar af því að í flestum
tilfellum er raforkumælir fjarri hitaveitumæli. Til að tryggja langan líftíma á rafhlöðum
þarf einnig að takmarka sendistyrk frá hitaveitumæli sem þýðir í raun að raforkumælirinn
verður að vera milliliður í samskiptum söfnunarkerfis álestra við hitaveitumæli.
Skoðaðar voru þrjár lausnir í þessu samhengi:
1. hefðbundnir rennslismælar og áframhaldandi rekstur á rafmagnsmælum
2. hljóðbylgjumælar og áframhaldandi rekstur á raforkumælum
3. hljóðbylgjuorkumælar og nýir rafmagnsmælar.
Það eru fleiri möguleikar á samskiptum við raforkumæla en í samskiptum við hita-
veitumæla og í tilboðsgögnum verkefnisins voru gefnir tveir möguleikar - þráðlaus eða í
gegnum dreifikerfi rafmagns (PLC). Sé eingöngu tekið tillit til kostnaðar vegna álestra er
fjarálestrakerfið 5 til 15% dýrara en hefðbundin leið, þ.e. að skipta út rennslismælum og
reka raforkumæla í hefðbundnum rekstri. Þá á þó eftir að meta þann ávinning sem felst í
betri gögnum til kerfisathugana, möguleikum á nýjum söluaðferðum og aukinni
þekkingu og aðlögun RARIK að fjarálestrum hjá smærri viðskiptavinum, að ógleymdum
möguleika á bættri þjónustu við viðskiptavini. Ákveðið var því að halda áfram með
þriðju lausnina; hljóðbylgjuorkumæla og nýja rafmagnsmæla.
Þær kröfur voru gerðar til söfnunarkerfisins að sama kerfi væri notað fyrir hitaveitu- og
raforkumæla, að hægt væri að flytja gögn í og úr innheimtukerfi og að hægt væri að taka
sérstaka álestra vegna notenda- og söluaðilaskipta. Jafnframt var gerð krafa um að hægt
væri að lesa öll skilgreind gildi með fjarálestri og að skil á gögnum væru betri en 98%.
Búið er að skipta um alla mæla í bæjarfélögunum tveimur og gekk verkefnið vonum
framar og hafa engin umtalsverð vandamál komið upp.
Þess má til viðbótar geta að 1. júní 2011 hlaut RARIK vottun Neytendastofu, sem heimilar
RARIK að nota innra eftirlit í stað löggildinga á orkusölumælum, í samræmi við kröfur
reglugerðar nr. 1061/2008 um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum.
2 0 0 | Árbók VFl/TFl 2011