Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 229
marel
RAFEINDATÆKNI í ÚTRÁS
Kristinn Andersen lauk lokaprófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla íslands 1982 og M.Sc. og Ph.D. í sömu grein frá
Vanderbilt University 1992 og 1993. Með námi i Bandaríkjunum starfrækti hann fyrirtæki með öðrum, sem þróaði m.a.
rafsuðu- og róbótatækni fyrir NASA. Kristinn réðst til starfa við vöruþróun hjá Marel árið 1993, þar sem hann vann að
þróun tölvusjónar, flokkunarhugbúnaðar og fleiri viðfangsefna. Hann leiddi hóp verkfræðinga hjá Marel sem þróaði
röntgentækni til gæðaskoðunar í matvælavinnslu og hefur núna umsjón með rannsóknastarfi innan Marels og
samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir hérlendis sem erlendis. Kristinn hefur stundað kennslu, staðið að verk-
fræðiráðstefnum hérlendis og verið virkur I félagsstörfum verkfræðinga sem á öðrum vettvangi. Hann var meðal
stofnenda og um skeið formaður alþjóðlega rafmagnsverkfræðifélagsins IEEE á Islandi. Innan VFl hefur Kristinn starfað í
ýmsum nefndum félagsins, sem stjórnarmaður, varaformaður og hann er nú formaður félagsins..
Inngangur
Grunninn að fyrirtækinu Marel má rekja til vorsins 1977, þegar sérfræðingar við
Raunvísindastofnun Háskóla íslands hófu vinnu við að þróa rafeindabúnað til vigtunar
og sjálfvirkrar skráningar í fiskvinnslu. Nýútskrifaðir rafmagnsverkfræðingar frá háskól-
anum voru ráðnir árið 1978 til að vinna að verkefninu og þann 17. mars 1983 var fyrir-
tækið Marel stofnað.
Á nær þremur áratugum hefur Marel vaxið jafnt og þétt úr litlu sprotafyrirtæki í alþjóðlegt
fyrirtæki, sem er í fararbroddi á sínu sviði í heiminum. Vöruframboð fyrirtækisins
spartnar allt framleiðsluferli matvælanna, frá móttöku hráefnis til pökkunar og merkingar
í neytendaumbúðir. Marel þróar og framleiðir stök tæki eins og vogir, flokkara, skurðar-
vélar, gæðaskoðunartæki, frysta, pökkunarvélar og merkingarvélar, sem og flæðilínur og
heildarlausnir af ýmsu tagi. Marel er orðið leiðandi í heiminum í framboði tækja og
heildstæðra lausna fyrir fisk- og kjúklingaiðnað, auk þess sem fyrirtækið stendur í
fremstu röð með búnað til kjötvinnslu. Starfsmenn eru samtals um 4 þúsund, um allan
heim. Þar af starfa nær 400 á Islandi, þar sem lykilþættir þróunar og framleiðslu fara fram.
Kynning og tæknigreinar fy rirtækja og stofnana
2 2 7