Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 246
Aðferðafræði við endurnýtingu og endurbyggingu eldra húsnæðis
Endurnýtingin á gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli (sem í dag heitir Ásbrú) hefur
annarsvegar snúist um endurskilgreiningu og þróun á sjálfu svæðinu og hinsvegar að
standsetja það húsnæði sem til staðar var. í þessari vinnu hefur verið þróuð aðferðafræði
sem tekur mið af endurvinnslusjónarmiðum sem KADECO3 og Keilir4 hafa haft að
leiðarljósi við að endurnýta húsnæði sitt á Ásbrú. Þar er leitast við að hönnun og
framkvæmd sé sem hagkvæmust og farið sé eftir umhverfissjónarmiðum sem felast í
endurnýtingu á byggingarefnum þegar því verður komið við. Hliðstæð verkefni eru
einnig þekkt erlendis [7-13] og talin hafa gefið góða raun þó svo þar hafi almennt verið
gengið skemmra í endurnýtingu byggingarefna heldur en hér er lýst.
Aðferðafræðin, sem þróuð var af ÓÞM í samstarfi við KADECO, gengur meðal annars út
á endurnýtingu og oft endurskilgreiningu á öllu byggingarefni sem til staðar er í hús-
næðinu. Verkumsjón (ráðgjafi sem fylgir verkefninu eftir frá hugmynd til loka þess)
verkefnisins þarf á öllum stigum að vinna að því að finna og þróa ódýrar lausnir við að
endurnýta og lagfæra það byggingarefni og þau tæki sem um er að ræða. Auk þess að
reyna að nota fyrirliggjandi byggingarefni er næsta skref við efnisöflun að nota efni úr
öðrum verkefnum sem ekki á að nota þar eða var jafnvel ætlað til förgunar. Lykilatriði, til
að ná árangri í framkvæmdinni er að virkja alla þátttakendur í verkefninu, virkja þá
vitund að sparnaði og endurnýtingu hafi verið komið til leiðar og að allir hafi átt hlutdeild
í því. Einkunnarorðin í aðferðafræðinni eru samvinna, sparnaður og endurnýting.
Hér verður gerð lauslega grein fyrir aðferðafræð-
inni og ávinningi, en nánari umfjöllun er að finna í
meistararitgerð ÓÞM [14].
Ákveðið var að setja upp háskóla á gamla
vallarsvæðinu, og fékk skólinn heitið Keilir. Rýmis-
þörf skólans var áætluð um 5.550 m2. Keilir keypti
gamla skólabyggingu sem talið var að mætti endur-
byggja að þörfum Keilis. Byggingin var í mjög
lélegu ástandi og upphafsáætlanir miðuðu við að
allt yrði hreinsað út úr húsinu og það endurbyggt
að verulegu leyti. Þrír valkostir voru skoðaðir sem
stóðu Keili til boða svo koma mætti starfseminni
undir einn hatt;
A- Mikil endurnýting eldra húsnæðis og byggingarefna að Grænásbraut 910 á Ásbrú
B- Umfangsmikil endumýjun eldra húsnæðis að Grænásbraut 910 á Ásbrú
C- Nýbygging
Vegna aðhalds í fjármálum valdi Keilir að endurnýta sem mest þá byggingu sem fyrir var
(valkostur A) og var endurbyggingu lokið í ágúst 2010. Til þess að meta ávinning af
valkosti A í samanburði við hina tvo var gerður samanburður milli valkostanna varðandi
kostnað, efnisnotkun og áætlaðan verktíma.
Kostnaðarmat - samanburður valkosta
Kostnaðarmat var gert með tvennu móti; annarsvegar á grundvelli núllpunktsgreiningar
(e. break even) þar sem reiknað er hvaða tekjur þurfa að koma á hvem fermetra og
hinsvegar metin arðsemi á milli sömu valkosta, þ.e. skilgreindan kostnað í rekstri á
húsnæði skólans sem er ákveðið hlutfall (15%) af áætlaðri heildarveltu Keilis 2010. Hér
verður eingöngu gerð grein fyrir niðurstöðum fyrri greiningarinnar.
3 Þróunarfélag Keflavlkurflugvallar ehf. (KADECO) stofnað á haustmánuðum 2006. Félagið, sem er ( eigu (slenska ríkisins,
hefur það að markmiði að halda utan um framtíðarþróun á Ásbrú,sjá www.kadeco.is
4 Keilir var stofnaður vorið 2007. Skólinn hefur aðsetur á Ásbrú og starfrækir bæði námsbrautir á háskóla- og fram-
haldsskólastigi, sjá www.keilir.net
2 4 4 | Árbók VFl/TFl 2011