Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 249
nýbyggingu er ekki reiknuð með. Samanburður á
efnismagni, kg/m2 miðað við brúttóstærð skólans,
er sýndur á mynd hér til hægri. Þar sést að í valkosti
A eru aðeins notuð 0,4% af nýjum byggingarefnum
sem hefði þurft að setja í nýbyggingu (valkostur C),
og 8,4% af nýjum byggingarefnum sem þyrfti í
valkost B.
Almennt má segja að samanburður á umfangsmikilli
endurnýtingu byggingarefna á móti hefðbundinni
endurnýjunaraðferð, svo að ekki sé talað um
nýbyggingu, sé á allan hátt umhverfisvænni. Enn-
fremur er minna rif samfara leið A heldur en leið B,
sem leiðir til þess að minna rusl fer til förgunar.
Einn af kostum þeirrar leiðar, sem farin var í tilfelli
Keilis (leið A), er mjög stuttur undirbúnings- og
heildarframkvæmdatími. Þar sem framkvæmd
Keilis fór fram í tveimur áföngum var heildarfram-
kvæmdatíminn um níu mánuðir. Fyrsti áfangi tók
um 3,5 mánuð og annar áfangi um 5,5 mánuð, frá
hugmynd til loka. Það hefði verið hægt að vinna
báða áfangana samtímis þar sem skörun milli þeirra
er óveruleg og má ætla að framkvæmdin hefði þá
tekið um 6 mánuði alls. Það er líka reynsla í öðrum
verkefnum, sem framkvæmd hafa verið með þessari
aðferðafræði á Asbrú, að heildarverktími sé mjög
stuttur. Á mynd hér til hægri má sjá áætlaðan
heildarframkvæmdatíma milli valkostanna sem
Keilir hafði um að velja til að koma skólanum undir
eitt þak.
Einnig má nefna að þegar húsnæði og byggingarefni
er endurnýtt, þá vegur hlutfall vinnukostnaðar
mun hærra af heildarkostnaði heldur en gildir fyrir
nýbyggingar. Þetta þýðir að verkefnið var mannafls-
frekt í hlutfalli við hefðbundnar leiðir, en heildar-
vinnuumfang er vissulega hærra í valkostum B og
C. Að auki ætti framkvæmdin að hafa verið gjald-
eyrissparandi því að ætla má að töluverður hluti
nýrra byggingarefna hefði verið fluttur inn í stað
þess sem endurnýtt var í verkefninu. Því má ganga
út frá því að aðferðafræðin sé þjóðhagslega hag-
kvæmari heldur en ef aðrir valkostir hefðu verið
valdir.
Áætlaður heildarframkvæmdatími valkosta B
og C, og raunti'mi fyrir valkost A.
Lokaorð
Fjárhagslegur ávinningur Keilis af því að endurnýta fyrirliggjandi byggingu og
byggingarefni var umtalsverður á móti samanburðarkostum miðað við þær forsendur
sem gefnar voru í greiningu. I endurnýtingu efna og endurbyggingu er aðeins notað brot
af nýjum byggingarefnum sem hefði þurft ef aðrar leiðir hefðu verið valdar og fram-
kvæmdatími er umtalsvert styttri. Miðað við niðurstöður er framkvæmdin við skóla-
húsnæði Keilis þjóðhagslega mjög hagkvæm og almenn endurnýting á húsnæði Ásbrúar
er vafalítið eitt stærsta endurvinnsluverkefni íslandssögunnar.
Ritrýndar vísindagreinar
2 4 7