Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 254
dögum er geta lofts til blöndunar stundum
mjög takmörkuð. Þá má hugsa sér að þaö
geti ýrt úr gufumekkinum, m.a. yfir veginn 1
Hveradalabrekkunni líkt og sýnt er á mynd
3. Líkurnar minnka þó vissulega eftir þvi
sem fjarlægðin verður meiri frá upptökum
gufunnar.
Viðnámsstuðull vegyfirborðs er mælikvarði
á hemlunarvegalengd. Vegagerðin hefur
stuðst við eftirfarandi dæmigerð gildi
viðnámsstuðuls fyrir mismunandi ástand
vegar (tafla 1). Þegar viðnámsstuðull er
lægri en 0,25 er vegástand skilgreint sem
hálka. Þegar viðnámsstuðull er lægri en 0,15
er vegástand skilgreint sem flughálka.
Frostúði/-rigning veldur oftast flughálku,
en viðnámsstuðullinn er nær 0,25 þegar héla
er á vegi [9]. Hiti vegyfirborðs ræður nokkru
um viðnámsstuðul.
Tafla 1. Viðnámsstuöullinn er stærð á bilinu 0 til 1,þarsem 0 er ekkert viðnám og 1 er fulit viðnám samkvæmt skiigreiningu þar utn-
Úrþjónustuhandbók vetrarþjónustu Vegagerðarinnar [9].
Ástand yfirborðs vegar Viðnámsstuðull
Blautur ís.glæra 0,05-0,15
Þjappaðursnjór 0,20-0,25
Nýfallinn snjór 0,30-0,35
Blautt vegyfirborð 0,40-0,60
Þurrt vegyfirborð 0,60-0,80
\
Mynd 4. Gufuna leggur með jörðu á milli Reykjafells og
Litla-Reykjafells, en nær svo að rísa. Myndin er tekin við
gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun 22. nóvember 2009.
Styrkur vindsins var áætlaður út frá nálægum mælingum
um 10-12 m/s.
Ljósm. Einar Sveinbjörnsson.
Rakamælingar í Hveradalabrekku með
færanlegum mæli
Veturinn 2009-2010 voru farnar nokkrar
vettvangsferðir í veðurlagi þar sem líklegt
mátti telja að gufan gæti verið áhrifavaldur
fyrirmyndun hríms eða hélu í Hvera-
dalabrekkunni. Mældur var hiti og raki með
færanlegum mæli frá Veðurstofu íslands.
Farið var sex sinnum í nóvember og des-
ember 2009 þegar vindur var norðanstæður
og jafnframt frost. f þessum vettvangs-
ferðum varð aldrei vart við hélumyndun af
nokkru tagi. Þegar vindátt er því sem næst
hánorður eða rétt austan við norður leggur
gufumökkinn yfir Reykjafell á líkan hátt og
sýnt er á mynd 4. Við veginn má við þau
skilyrði finna megna brennisteinslykt undir
kjarna gufumakkarins sem þar var að mestu
orðinn blandaður og horfinn sjónum.
2 5 2
Arbók VFÍ/TFl 2011