Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 256
Rakastig (%)
—Hveradalabr. —Hellissk. ölkelduh. Hellish. —Miödalsh.
V______________ _____________________y
Mynd 6. Mælt rakastig að morgni 7.janúar
2011 á stöð í Hveradalabrekku ásamt fjórum
öðrum til samanburðar. Upp úr kl. 13:00 tók að
slá á mesta vindinn og við það náði gufu-
mökkurinn að lyfta sér frá jörðu.
7. janúar var mjög hvasst, eða um og yfir 20 m/s-
Athuganir benda til þess að við um 18-20 m/s
vindhraða dragi mjög úr lyftikrafti gufumakkarins,
en rishraðinn er einkum háður útblásturshraða, hita
gufunnar, en ekki síst ytri þáttum eins og stöðugleika
loftsins. Hvass vindur keyrir mökkinn niður þanmg
að hann fylgir yfirborði jarðar ákveðna vegalengd
frá upptökum. Rakamælingar í svo hvössum vindi
af norðri sýndu rakamettun eða 100% raka við
Hveradalabrekkuna. Þrátt fyrir það urðu þjónustu-
aðilar Vegagerðarinnar ekki varir við hélu eða hálku
af hennar völdum þennan dag og engar aðgerðir til
hálkueyðingar skráðar í bækur þjónustustöðvar
Vegagerðarinnar. Mynd 6 sýnir samanburð raka-
mælinga fimm veðurathugunarstöðva þennan
morgun. Loftið er nokkuð frá mettun, en 100% raki
í Hveradalabrekkunni bendir eindregið til þess að
göfumökkinn hafi lagt með jörðu undan hvössum
vindinum.
Líklegur frostúði 8. janúar 2011
Laust fyrir hádegi laugardaginn 8. janúar varð vart við staðbundna hálku í Hvera-
dalabrekkunni. Oskaði vegeftirlitsmaður á vegum Vegagerðarinnar eftir aðgerðum til
hálkueyðingar í Hveradalabrekkunni, en ekki var þörf á henni annars staðar a
þjóðveginum austur yfir Hellisheiði.
Fumigatlng Plume Type
Þennan morgun mældist á mæli Vegagerðarinnar á Hellisheiði 6 til 7 stiga frost í 2 m hæð,
en veghiti var mun lægri eða nærri -12°C. Mælingar í Hveradalabrekku sýndu á sama
tíma um 6 stiga frost og rakastig var um 75%. Vindur var hægur á svæðinu norðanstæður,
jafnvel aðeins vestan við norður og ekki nema 2-4 m/s. Kalt var og fremur stillt. Hitahvarf
var við jörðu og háloftamæling Veðurstofu íslands á Keflavíkurflugvelli frá hádegi gaf til
kynna mikinn stöðugleika loftsins í neðstu 100-150 metrunum. Þær aðstæður gera það að
verkum að getan til lóðréttrar blöndunar er mjög takmörkuð vegna lagskiptingar neðstu
loftlaga. Gufan hefur því tilhneigingu til að berast
lárétt undan vindi frá orkuverinu undir því sem
kalla má ósýnilegt lok á milli loftlaga. Þetta er
svokölluð borðadreifing reyks eða jafnvel svæling,
eins og sjá má á mynd 7. Borðadreifing reyks er
ríkjandi að sumarlagi í þröngum fjörðum, t.a.m. á
Austfjörðum, en mun fátíðara er að loft hafi svipuð
einkenni hitafallanda yfir landijlO]. Helst í lang-
vinnu kyrrviðri samfara talsverðu frosti á vetuma.
Mjög líklegt má telja að frostúði frá þvinguðum
gufumekkinum hafi valdið staðbundinni ísingu í
Hveradalabrekkunni 8. janúar 2011. Fróðlegt hefði
verið að ná ljósmynd af gufumekkinum frá Hellis-
heiðarvirkjun þennan dag.
®Tho COMET Program
Mynd 7. Dæmigerð dreifing reyks úr
verksmiðjuháfi, þegar loft er lagskipt með
hitahvarfi í tiltekinni hæð. Þá safnast reykurinn
fyrir undir hitahvarfinu [11].
Umræður
Engin skráð óhöpp eru af völdum hálku í Hveradalabrekkunni frá gangsetningu
virkjunarinnar árið 2006. Þær mælingar sem gerðar hafa verið til þessa benda ekki til þess
að gufa frá Hellisheiðarvirkjun sé áhrifavaldur á myndun ísingar á Suðurlandsvegi í
2 5 4
Arbók VFl/TFl 2011