Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2011, Page 287
Á íslandi eru 25 urðunarstaðir með starfsleyfi
(Umhverfisstofnun, 2011). Árið 2008 voru rúmlega
123 þúsund tonn af úrgangi, sem samsvarar um
50 % úrgangs á landsvísu það árið samkvæmt
tölum frá Hagstofunni, urðuð í eitt úrgangslag í
Álfsnesi, líkt og mynd la sýnir. Hauggasinu er
safnað, metan aðskilið og m.a. selt á bifreiðar
(SORPA bs, 2009). Allir aðrir urðunarstaðir á
landinu taka á móti mun minna magni af úrgangi
(<20.000 tonn á ári). Þar er úrgangur urðaður í lög
sem þakið er yfir eftir nánast hverja móttöku (mynd
lb). Þessir staðir hafa enn ekki uppfyllt gassöfnunar-
ákvæði reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs,
byggða á sambærilegri tilskipun Evrópusam-
bandsins. Undanþága frá söfnunarskyldunni sem
einstaka sveitarfélög fengu rann út 16. júní 2011.
Samband íslenskra sveitarfélaga hafði frumkvæði að því að stofnaður var samstarfshópur
Sambandsins, Háskóla íslands, verkfræðistofunnar EFLU og Umhverfisstofnunar um
rannsókn á hauggasmyndun vorið 2010. Markmiðið var að kanna hauggasmyndun, og
rannsaka tæknilegan möguleika gassöfnunar í tíu útvöldum urðunarstöðum á Islandi
sem safna ekki hauggasi í dag. Rannsóknin tók mið af fyrri rannsóknum EFLU (áður
Línuhönnun) á Gufunesi (EFLA verkfræðistofa, 2008) og Umhverfisstofnunar (Kamsma
og Meyles, 2003). Hér verða raktar helstu niðurstöður hauggasmælinga og líkanreikninga
til að áætla hámarksmagn metans. Niðurstöður eru bornar saman við söfnunarviðmið í
nágrannalöndunum til að gefa vísbendingu um hvort söfnun hauggass sé valkostur. Rann-
sóknin tók ekki á möguleika á söfnun og nýtingu metangass út frá umhverfissjónarmiðum.
Aðferðir
Val á urðunarstöðum
Samband íslenskra sveitarfélaga hafði for-
göngu um að velja tíu urðunarstaði til þátt-
töku í rannsókninni. Staðirnir höfðu allir
fengið árið 2009 undanþágu frá gassöfn-
unarákvæði reglugerðar nr. 738/2003 um
meðhöndlun úrgangs fram til 16. júní 2011.
Þessir urðunarstaðir, sjá mynd 2, urða
samtals um 40 þúsund tonn af úrgangi á
hverju ári, sem samsvarar 15% á landsvísu
(Hagstofa íslands, 2011).
Niðursetning mæliröra
Rannsóknin hófst á því að úttekt var gerð á
ástandi mæliröra sem fyrir voru á hverjum
urðunarstað. í samstarfi við verkfræði-
stofuna EFLU var ákveðið að bæta við 19
mælirörum þannig að þrjár mæliholur væru
aðgengilegar á hverjum stað, þ.e. ein í
hverjum af eftirtöldum flokkum:
• 1 til 3 ára gömlum úrgangi.
• 4 til 10 ára gömlum úrgangi.
• 10 ára gömlum úrgangi eða eldri.
V'opnafjörðiir
Gt Aknrcyri
Ulönduós
[vainmstangi
Þcmuncs
Urðunarstaður
Finhoii
Ðrciðdah
Homaíjörður
Mynd 2. Staðsetning urðunarstaðanna sem taka þátt í
rannsókninni.
Ritrýndar vísindagreinar i 285